Gúllas og kartöflumús

600 g nautakjöt í teningum
100 g beikon
2-3 laukar
1 1/2 msk paprikuduft
1 tsk kúminduft
cayennepipar, salt,
2 paprikur
1 dós tómötum
1 msk tómatþykkni
1 dl sýrður rjómi
50 g smjörlíki

Kartöflumús:
1, 5 kg kartöflur
150 g smjör
0,5 l sjóðandi mjólk

Aðferð
Best er að kaupa beikonkurl eða bita beikonið smátt og matreiða það.  Laukur, krydd og paprika léttsteikist.  Kjötið á að brúna í smjörlíkinu og hellið svo beikoni og lauk yfir ásamt tómötum úr dós.  Þetta er látið malla í 45 mínútur eða þar til kjötið er orðið meyrt.  Að síðustu er sýrðum rjóma hellt út í og þetta látið malla aðeins lengur eða þar til rétturinn er tilbúinn. 

Kartöflurnar eru skrældar og skornar í sneiðar og soðnar í vatni án salts.  Vatninu er hellt af og kartöflurnar þerraðar aðeins.  Handþeytari eða töfrastafur er notaður til að mauka kartöflurnar og út í þær fer sjóðandi heit mjólkin, salt og pipar eftir smekk og allra síðast kalt smjörið.  


Frozen splice

frosinn_kokteill15 ml melónulíkjör
15 ml hvítt romm
15 ml Malibu
15 ml kókosmjólk
30 ml ananassafi
1 bolli mulinn ís
ananasbátur og kannski ananaslauf til skrauts

Setjið melónulíkjör, romm, Malibu, kókosmjólk og ananassafa í blandara, bætið ís við og látið ganga þar til blandan er jöfn.  Hellið í stórt, kælt martiniglas og skreytið. 


Frozen daiquiri

1 bolli mulinn ís
60 ml hvítt romm
30 ml limesafi
10 ml sykurlausn*

Sett í blandara og látið ganga þar til blandan er orðin eins og fínt ískrap.  Hellt í kælt kokteilglas og skreytið með ræmu af limeberki.  Nóg blanda í eitt glas

Sykurlausn er gerð þannig að 50/50 af vatni og sykri er sett í pott og hitað að suðu og hrært er í á meðan.  Þá er blandan tekin af hitanum, látin kólna og geymd í þéttu íláti í ísskáp í allt að 3 mán. 


Klassískt entrecote bordelaise

2 (300  g)  entrecote steikur
100 g smjör
2 skalottulaukar, saxaðir fínt (ég hef notað rauðlauk og skorið hann í mjóa strimla)
100 ml rauðvín
200 ml demi-glace eða 200 ml nautakjötssoð
2 msk hökkuð steinselja (hef sleppt og það gerir minna til heldur en maður heldur)
Salt
Svartur pipar

Snöggsteiktu steikurnar:

 

Kryddaðu steikurnar með salti og pipar á báðum hliðum.  Hitaðu pönnuna í botn og settu helming smjörsins á hana.  Settu steikurnar á pönnuna og brúnaðu á báðum hliðum - ca 2-3 mín á hverri hlið til að loka kjötinu og leyfðu svo kjötinu að eldast skv smekk þínum eða hentu þeim smástund inn í ofn með kjöthitamæli. Þegar steikur eru tilbúnar þá eru þær látnar bíða. 

 

Eldaðu laukinn:

 

Í sömu pönnu eldaðu þá laukinn.  Laukurinn á að verða mjúkur og rétt að byrja að brúnast. 

 

Fjarlægðu smjör af pönnunni. 

 

Þegar laukurinn er tilbúinn bættu þá rauðvíni á pönnunni og hrærðu vel í. 

 

Bættu núna við nautakjötssoðinu og hrærðu þar til allt hefur náð að blandast vel saman, leyfðu þessu að malla í 5 mín eða þar til "redúserað" eða soðið niður ... uppgufun hefur átt sér stað. 

 

Skerðu smjörið sem eftir er í hæfilega litla ferninga og bættu þeim í sósuna, einum í einu og hrærðu á milli.  Þá blandast smjörið vel í blönduna sem fyrir er og þetta gefur sósunni fallega áferð og rétt bragð í lokin.

 

Raðaðu á diska:

 

Skerðu kjötið þvert í þykkar sneiðar og raðaðu á diska. 

Bættu smávegis hakkaðri steinselju við sósuna og helltu þá smávegis af sósunni yfir hverja steik. 

 

Afgangur sósunnar ætti að bera á borð í sósuskál. 

 

Ágætt er að bera þennan rétt fram með snöggsteiktum litlum kartöflum, ofnbökuðu rótargrænmeti og strengjabaunum svo dæmi séu tekin. 


Hrebbnukjulli

salsasósa
rjómaostur
kjúklingabringur
rifinn ostur ofan á
 

Kjúklingabringur forsteiktar annað hvort helmingaðar til að stytta tíma eða heilar eins og þær koma úr pakkanum.  Salsasósu hellt í form, rjómaostklípur eftir smekk þar í og svo kjúklingnum dreift þar yfir.  Þetta er svo þakið osti og bakað við ca 180 gráður í ca 15 mín eða þar til tilbúið.  Best er að bera þetta fram með salati og mylja nokkrar nachos flögur yfir eftir smekk. 


Satay kjúklingur - quick and dirty version

Þessi hentar bæði þegar maður er að flýta sér og einnig til að nota sem smárétt í veisluna.

Kjúklingalundir, kryddaðar með einhverju kjúklingakryddi eða hlutlausu kryddi og léttsteiktar á pönnu, bara rétt að loka þeim.
Blanda saman satay sósu og smooth hnetusmjöri og því smurt á báðar hliðar lundanna sem lagðar eru í ofnfast fat eða ofnskúffu. 
Sesamfræjum stráð yfir aðra hliðina og þessu skellt inn í ofn við ca 180 gráður í u.þ.b. 20 mín eða þar til tilbúið.

Ef nota á þetta sem smárétti í veislu er tilvalið að setja kjúklingalundirnar á spjót og festa í fallegan ananas og þá er þetta orðin fín borðskreyting. 


Ítalskur grænmetispottréttur

2-3 msk lífræn kókosfita eða ólífuolía
2 hvítlauksrif
2 msk lífræn tómatpúrra
1 poki ítölsk wokblanda
1/2 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1 dós tómatsúpa frá LeSelva eða bara mosede Tomater í staðinn
2 tsk ítölsk kryddblanda
maldon salt
Fínt að setja yfir rifinn parmesan þegar þetta er tilbúið

Fitan er sett í pott og hvítlaukur og tómatpúrra hituð í 10-15 sek.  Þá er grænmeti, kjúklingabaunum og tómatsúpu bætt út í, kryddað og saltað, og látið malla í ca 10 mín.  Bera fram og setja smá rifinn parmesan yfir þetta.


Kókosbollur

2 dl vatn
5 dl sykur
8 blöð matarlím
1 dl sjóðandi vatn (til að leysa upp matarlímið í)
2 tsk vanilludropar

súkkulaði til að hjúpa með
plöntufeiti (ef þarf til að þynna súkkulaðið)
kókosmjöl til að velta bollunum uppúr

Vatn og sykur soðið saman í 12 mín, síðan kælt.
Matarlímið lagt í bleyti í sjóðandi vatnið.
Blandað saman við sykur upplausnina ásamt vanillu og þeytt mjög vel eða þar til nokkurn veginn stíft.
Látið á smjörpappír með 2 skeiðum og látið storkna í ca. 1/2 klst í kæliskáp.
Hjúpað með súkkulaði og velt uppúr kókosmjöli

Kókosbollueftirréttur

Jarðaber
Bláber
Bananar
   og ýmsir aðrir ávextir eftir því sem til er (þó ekki sítrusávextir)
Kókosbollur 1-2 pakkar
Súkkulaði, saxað
Þeyttur rjómi eða ís

Ávextirnir eru skornir niður í bita og lagðir í ofnfast fat.  Þar ofan á er dreift söxuðu súkkulaði eftir smekk.  Kókosbollur skornar í tvennt og skurðarsárið látið snúa upp þegar þeim er raðað ofan á ávextina.  Þetta er svo bakað við 150 gráður í 5-10 mín eða þar til kókosbollurnar byrja að dökkna örlítið. 

 Borið fram með þeyttum rjóma eða ís


Púðursykursmarens

Botnar:
3 stk eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur
 
Rjómakrem:
3 dl rjómi
½ tsk sykur
¾ tsk vanillusykur
 
Karamellubráð:
2 dl rjómi
150 gr sykur
40 gr sýróp
30 gr smjör
½ dl þeyttur rjómi
 
Aðferð við marensbotna:
Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við.  Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á bökunarpappír (24 cm) og bakið við 150° í 40 mín. 
 
Aðferð við rjómakrem:
Þeytið rjóma, sykur og vanillusykur saman og setjið á milli botnanna.

Aðferð við karamellubráð:
Setjið rjóma, sykur og sýróp saman í pott og sjóðið við vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina.  Setjið þá smjörið saman við og takið af hitanum.  Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er að setja ofan á tertuna.  Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram.

ATH
botnarnir eru einfaldir og fljótgerðir en karamellan tekur lengri tíma


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband