Færsluflokkur: Aðrar uppskriftir

Döðlukonfekt

360 g döðlur
240 g smjör
120 g púðursykur

Döðlur eru saxaðar með hníf og settar í pott ásamt smjöri og púðursykri.  Brætt saman og hrært með sleif. 

3 bollar rice crispies bætt út í pottinn og hrært saman.

Allt sett í form sem verður að vera klætt eða bara álform.  Eitthvað sem auðvelt með að losa af konfektinu því það er verulega klístrað eins og gefur að skilja.  Blöndunni þjappað og hún kæld. 

300 g suðusúkkulaði venjulegt brætt í vatnsbaði og hellt yfir.  Sett í ísskáp og látið storkna.  Skorið í litla 2,5 cm * 2,5 cm teninga.  Gott er að taka konfektið úr ísskápnum nokkru áður en það er borðað svo súkkulaðið jafni sig aðeins. 


Oreo ostakaka

1 pakki Royal vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar
1 peli rjómi
200 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
24 Oreo kexkökur

 Hrærið saman vanillubúðingnum, mjólkinni og vanilludropunum.  Setjið í ísskáp í 5 mín. Hrærið saman flórsykri og rjómaosti.  Þeytið rjómann og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við svo úr verði ljóst mauk. Myljið Oreo kexkökurnar í duft í blender.  Skiptist á að setja í form kexduft og ljósa kremið.  Gott er að setja kremið í sprautupoka til að sprauta því yfir kexduftið.  Endið á kökumylsnu.  Setjið ostakökuna í frysti og takið út um það bil einum og hálfum tíma áður en hún er borin fram. 


Kókosbollur

2 dl vatn
5 dl sykur
8 blöð matarlím
1 dl sjóðandi vatn (til að leysa upp matarlímið í)
2 tsk vanilludropar

súkkulaði til að hjúpa með
plöntufeiti (ef þarf til að þynna súkkulaðið)
kókosmjöl til að velta bollunum uppúr

Vatn og sykur soðið saman í 12 mín, síðan kælt.
Matarlímið lagt í bleyti í sjóðandi vatnið.
Blandað saman við sykur upplausnina ásamt vanillu og þeytt mjög vel eða þar til nokkurn veginn stíft.
Látið á smjörpappír með 2 skeiðum og látið storkna í ca. 1/2 klst í kæliskáp.
Hjúpað með súkkulaði og velt uppúr kókosmjöli

Kókosbollueftirréttur

Jarðaber
Bláber
Bananar
   og ýmsir aðrir ávextir eftir því sem til er (þó ekki sítrusávextir)
Kókosbollur 1-2 pakkar
Súkkulaði, saxað
Þeyttur rjómi eða ís

Ávextirnir eru skornir niður í bita og lagðir í ofnfast fat.  Þar ofan á er dreift söxuðu súkkulaði eftir smekk.  Kókosbollur skornar í tvennt og skurðarsárið látið snúa upp þegar þeim er raðað ofan á ávextina.  Þetta er svo bakað við 150 gráður í 5-10 mín eða þar til kókosbollurnar byrja að dökkna örlítið. 

 Borið fram með þeyttum rjóma eða ís


Fylltar kartöflur

15 litlar nýjar kartöflur ca 600 gr
120 g camembert, skorinn í litla bita
2 msk rifinn parmesan (verður að vera þessi ferski ekki þessi hálfþurrkaði úr dós)
beikon kurl eða steikt beikon sem er klippt/skorið í litla bita, magn eftir smekk
1 msk fínt skorin fersk salvía
2 msk brauðmolar, svolítið eftir smekk líka
salt og pipar

Ofan á: smávegis af fínt rifnum ferskum parmesan

Takið kartöflur og sjóðið þær og látið renna af þeim og kólna á meðan beikon er steikt.  Steikja beikon þar til það er stökkt og látið fituna renna af því á eldhúsrúllupappír.  Takið nú kartöflurnar og helmingið þær, takið mestan hluta innan úr þeim og geymið og lagið til botninn þannig að helmingarnir geti staðið stöðugir á ofnplötu.  Maukið kartöfluinnihaldið sem þið tókuð úr kartöflunum og blandið við camembert, parmesan, beikon, salvíu, krydd og brauðmola.  Setið þessa blöndu í kartöflurnar á ofnplötunni og inn í ofn við 190-200 gráðu hita í ca korter.  Gott er að setja smávegis af rifnum ferskum parmesan yfir kartöflurnar áður en þær fara inn í ofninn. 


Smáréttir

smarettir
Hráskinkurúllur:

Góð hráskinka
Rjómaostur t.d. philadelphia því hann er léttari en rjómaostur
Klettasalat (rucola)

Aðferð: smyrja rjómaostinum á eina sneið af hráskinku og setja eins og 5-10 stykki af klettasalatstilkum á hráskinkuna þvera og rúlla síðan þessu upp í hráskinkurúllur.

Grillaðar fylltar döðlur:

Ferskar góðar döðlur t.d. frá Himnesk hollusta því þær eru steinlausar og góðar
Mildur gráðostur t.d. gyllti
Beikonstrimlar

Aðferð: Döðlur fylltar með gráðostinum og beikoni vafið vandlega utan um.  Tannstöngli stungið í gegnum þær miðjar og grillað þar til tilbúið


Jólasherryfrómas (eins og amma bjó alltaf til)

Innihald:
4 egg
200 g sykur
½ dós jarðarber
100 gr súkkulaði
2 dl sherry
6 dl rjómi
9 blöð matarlím
(1 msk sítrónusafi)

Ath:
Gott er að vera búin að rífa súkkulaðið í spænir, stappa jarðarberin og þeyta eggjahvíturnar og rjómann áður svo allt sé tilbúið til notkunar.

Aðferð:
Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman.  Þá öllum öðrum vökva (sherry) bætt í .  Matarlím sett í kalt vatn þar sem það er látið linast, vatninu svo hellt af því og settar 3 msk af köldu vatni og það svo brætt í vatnsbaði, matarlímsmassinn svo kældur niður að mestu og þeytt vel úr í eggjahræruna.  Þá er stífþeyttum eggjahvítum og þeyttum rjóma bætt út í og síðustu er jarðarberjum og súkkulaði bætt út í.  Látið inn í ísskáp og látið stífna.


Karamellur

2 dl mjólk eða rjóma
2 dl sykur 
2 msk síróp
2 msk kakó
 smásalt, má líka nota vanilludropa
 allt sett í pott og soðið rólega í ca 20 - 25 mín

Þessi er fín til að rífa úr sér fyllingar


Svensk gløgg

Hvad skal du bruge til 4-6 personer:
1 flaske rødvin
1 dl ukrydret snaps eller vodka.
1 stort stk. hel kanel
10 hele nelliker
4 hele kardemommefrø
1 lille stykke hel ingefær
ca. 150 g sukker
ca. 50 g smuttede mandler
ca. 75 g rosiner
evt. lidt portvin

Fremgangsmåde
Kom kanel, nelliker, kardemomme og ingefær i et glas med skruelåg, hæld vodka eller snaps over, skru låget på og lad krydderierne stå og trække til næste dag.

Si spiritus gennem et kaffefilter. Hæld rødvinen i en stor gryde, bland mandler og rosiner i og varm rødvinen langsomt op til lidt under kogepunktet. Tilsæt den frasiede spiritus og evt. portvin og smag til med sukker.  Smager godt sammen med BRUNE KAGER (piparkökum)


Grissini

25 g gær
1 1/2 dl vand
1 æg
20 g smør
75 g grahamsmel
275 g hvedemel
2 tsk. salt
1 æg til pensling

1. Rør gæren ud i lunkent vand (ca. 30 C) i en rummelig skål. Tilsæt æg. Smuldr smør sammen med mel og salt, tilsæt vandet gradvis, og ælt dejen smidig. Lad den hæve 1 time.
2. Ælt dejen igennem. Del den i ca. 35 stykker, og tril dem på et melet bord til lange og meget tynde stænger på tykkelse med en blyant. Sæt dem på bagepapir på en bageplade, og lad dem efterhæve i 20 min. Pensl stænger- ne med sammenpisket æg. Bag dem ca. 1/2 time ved 180 C. Spis dem med auberginedip som snack.

Tip:
Grissini bevarer sprødheden, når de opbevares i en utildækket dåse eller kande. Lad børnene være med til at bage grissinierne, der kan formes i sjove faconer.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband