Smjörkjúklingur (indverskt)

1 kg kjúklingabringur
2 tsk garam masala
2 tsk mulinn kóríander
3/4 tsk chilli duft
2 tsk rifinn ferskur engifer
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk hvítvínsedik
1/4 bolli (60 ml) tómat paste
1/2 bolli (125 ml) jógúrt
80 g smjör
1 stór (200 g) fíntsaxaður laukur
1 kanilstöng
4 kardamommufræ sem rist er í endilöng
1 tsk salt
3 msk paprika
425 g tómat puree
3/4 bolli kjúklingasoð
1 peli matreiðslurjómi

Aðferð:  Byrjið á því að hluta kjúklingabringurnar í 3 hluta (m.v. að þær séu litlar).  Hrærið saman garam masala, kóríander, chillidufti, engiferi, hvítlauk, ediki, tómatpaste og jógúrt og það er marineringin.  Veltið kjúklingabitunum vel upp úr marineringunni og hyljið og kælið yfir nótt.  Eldun:  Hita smjör í stórum potti ásamt lauknum, kanilstöng og kardamommufræjunum.  Eldið og hrærið þar til laukur hefur brúnast aðeins.  Bætið kjúkling út í þetta og eldið í 5 mín.  Bætið salti, papriku, tómatpuré og kjúklingasoði út í og leyfið þessu að malla í 10 mín og passið að hræra í stöku sinnum.  Bætið að síðustu rjómanum út í að leyfið að malla áfram í 10 mín eða þar til kjúklingur er orðinn meyr. 

Gott er að bera þetta fram með heimatilbúnu Naan brauði


Brún rúlla

3 egg
105 g sykur
60 g hveiti
1,5 msk kartöflumjöl
2 tsk kakó
1/2 tsk matarsódi

Smjörkrem:
150 g smjör
100 g smjörlíki
230 g flórsykur
1 egg
1 tsk vanilludropar

Aðferð:  Þeyta egg og sykur mjög vel saman - ca 10 mín.  Sigta þurrefni út í og blanda varlega saman með sleikju.  Smyrjið þesssu út á plötu og bakið við 230 gráður í 6-7 mín
Krem: blandið öllu hráefninu saman og vinnið miðlungi hratt saman í ca 12-15 mín en minna eftir því sem smjörið er mjúkt.  Smyrjið á kaldan botninn og rúllið upp.  Hægt er að gera ýmis afbrigði af kreminu með því að bæta út í það bræddu súkkulaði eða nota e-a dropa.


Marengs og kransabotnaterta

Marengs:
2 eggjahvítur
110 g sykur

Marengsinn er smurður út á plötu ca 26 cm og bakaður við 160 gráður í 35-40 mín

Kransabotn:
250 g marsipan - t.d. ren raa
250 g sykur
3 eggjahvítur
140 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl

Kransabotninn:  Marsipanið og sykurinn er unnið vel og rólega saman.  Eggjahvítum er blandað saman við einni í einu.  Unnið rólega saman þar til allir kekkir eru horfnir.  Þá má blanda kókosmjöli og súkkulaðibitum saman við.  Unnið rólega saman.  Sett á smjörpappír og flatt út í hring í ca 26 cm eða aðeins minna.  Bakað við 200 gráður í 10-13 mín eða þar til hann er ljósbrúnn. 

Á milli:
heil dós af jarðarberjum
3 dl rjómi

Gott er að láta leka vel af jarðarberjunum áður en þau eru sett á kransabotninn.  Þeyttur rjómi er svo settur yfir og að síðustu marengsbotn.  Þetta er fínt að láta standa í ca 3 tíma áður en tertan er borin fram. 


Marengsterta m/súkkulaði og kókos

Botnar:
4 stk eggjahvítur
200 g sykur
100 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl

Á milli botna:
peli af rjóma
1/2 dós niðursoðin jarðarber
50 g fínt saxað suðusúkkulaði
2 msk flórsykur
og fersk jarðarber til skrauts

Þeyta eggjahvítur og sykur vel saman.  Blanda varlega úr í söxuðu súkkulaði og kókosmjöli með sleikju.  Bakað við 160 gráður sem tveir botnar á plötu í ca 40-45 mín.  Á milli botnanna fer svo þeyttur rjómi, sigtaður flórsykur sem blandað er við ásamt söxuðu súkkulaði  og stöppuðum jarðarberjum.  Kæla í nokkra klukkutíma en tertan er best daginn eftir. 


Bhaji með blómkáli, baunum og kartöflum

Dæmigerður Bhaji grænmetisréttur frá N-Indlandi úr kartöflum (aloo), grænum baunum (mattar) og blómkáli (gobi)

2 msk olía eða ghee
1 stór (200 g) laukur, skorinn í sneiðar
2 kramdir hvítlauksgeirar
1 msk paprikuduft
2 tsk garam masala
2 tsk kúmenduft (cumin)
6 kardamommubelgir
4 negulnaglar
8 karrýlauf
1/3 bolli (ca 30g) rifinn kókoshneta
1/2 bolli (125 ml) vatn
400 ml dós kókosmjólk
2 tsk salt
4 meðalstórar (800g) kartöflur, óskrældar og skornar í fjórðunga eða stóra bita
1 lítið blómkálshöfuð (1 kg) skorið niður í bita
1 bolli (125 g) grænar baunir (ekki niðursoðnar heldur ferskar eða frystar)

Byrja skal á því að hita olíu í potti og mýkja upp hvítlauk og lauk þar til laukinn er léttbrúnaður.  Í þetta er öllu kryddi bætt út í og hrært í þar til kryddblandan angar vel.  Þá er bætt við karrýlaufum, kókoshnetu, vatni, kókosmjólk, salti og kartöflum og þetta látið simra undir loki í ca korter eða þar til kartöflurnar byrja að mýkjast aðeins.  Þá er blómkáli bætt út í og réttinum leyft að simra áfram undir loki í 10 mín eða þar til blómkálið hefur mýkst.  Að síðustu er baununum blandað við og leyft að hita í gegn í réttinum.


Frosinn jarðarberjadaiquiri

1,5 bolli romm
1/4 bolli (50 ml) ferskur limesafi
1/4 bolli (50 ml) einfalt sykursýróp eða 2 msk (25 g) sykur (eða meira ef jarðarberin eru mjög súr eða eftir smekk)
skvetta af triple sec eða Cointreau
16 ísmolar
400 g fersk eða frosin jarðarber

Blandað saman þar til þetta líkist slush ís í blandara.  Sykursíróp er búið þannig til að 50/50 vatn og sykur er brætt saman og leyft að sjóða upp í sírópskenndan léttfljótandi massa sem er hægt að geyma í vel lokuðum umbúðum í ísskáp í örfáa mánuði. 

Úr þessari uppskrift verður til góð kanna af daiquiri.  Hægt er að nota í staðinn 2 banana og búa þannig til bananadaiquiri eða 4 meðalstórar þroskaðar ferskjur til að búa til ferskjudaiquiri svo eitthvað sé nefnt. 


Fljótandi súkkulaðikaka

300 g dökkt súkkulaði
120 g smjör
60 g sykur
2 egg og 3 eggjarauður
5 msk hveiti
1/2 tsk lyftiduft
100 g hvítt saxað súkkulaði
3/4 bolli mjólk
örlítið salt

Bræðið súkkulaði og smjör við vægan hita og látið kólna aðeins.  Því næst eru egg og sykur hrærð þar til létt og ljóst.  Þá er bræddu súkkulaðiblöndunni blandað við þeyttu eggin síðan þurrefni blönduð út í ásamt mjólk og þetta hrært varlega saman.  Sett í mót þar sem blandað verður að vera 3 cm þykk að minnsta kosti.  Hvítu súkkulaði er stráð yfir og hrært lítillega í .  Bakað við 220 gráður frekar ofarlega í ofninum í ca 12-15 mínútur.  Kakan á að loka sér að ofan en vera mjúk og fljótandi undir yfirborðinu þannig að yfirborð bylgjast upp ef mótið er hreyft.  Ef kakan er ekki nógu vel bökuð er hún bökuð í 2 mínútur í einu til viðbótar þar til hún er fullbökuð að ofan en ennþá mjúk inni í kökunni.  Ef hún er bökuð lengi þá fullbakast hún og líkist meira hefðbundinni súkkulaðiköku. 

Best er að berja kökuna volga fram með góðum vanilluís (t.d. gamla ísnum frá Vesturbæjarísbúðinni) eða rjóma


Toblerone ís

6 egg aðskilin
1 tsk vanillusykur
350 g Toblerone (150 g brætt og 200 g saxað)
1 bolli púðursykur
1/2 L þeyttur rjómi

Fyrst eru eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst.  Síðan er vanillusykri og bræddu toblerone bætt í út og hrært.  Þar á eftir fer þeytti rjóminn og saxaða tobleronið.  Svo er þeyttum hvítum bætt við síðast með sleif. 


Súkkulaðibitakökur

300 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
170 g smjör
220 g púðursykur
100 g sykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
1 eggjarauða
300 g gróft saxað suðusúkkulaði

Hráefni blandað en suðusúkkulaði blandað við síðast með sleif og bakað í miðjum ofni við 165-170 gráður í mesta lagi 15 mínútur


Beikon kjúklingur

·        6 sneiðar beikon
·         1 msk smjör
·         1 msk ólífuolía
·         4-6 kjúklingabringur
·         1 saxaður laukur
·         3 hvítlauksrif, pressuð eða rifin fínt
·         smá salt
·         smá pipar
·         1 bolli cheddarostur (eða ostur sem til er sem bráðnar auðveldlega)

Steikja beikon á pönnu þar til það er stökkt.  Mylja það niður og geyma.  Nú er beikonfitan látin leka af pönnunni en gott er að leyfa örlitlu að vera eftir á pönnunni og blanda við smjöri og olíu til að steikja kjúklingabringurnar í.  Þær eru gegnsteiktar á pönnunni og settar í eldfast fat.  Laukur og hvítlaukur er eldaður á pönnunni í afgangnum af feitinni þar til laukurinn er mjúkur, bætið þá við beikoni, salt og pipar.  Laukbeikonblöndu er dreift yfir kjúklingabringur og rifinn ostur yfir.  Þetta er bakað við 180 gráður í 10-15 mín eða þar til osturinn er bráðinn.   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband