Gúllas og kartöflumús

600 g nautakjöt í teningum
100 g beikon
2-3 laukar
1 1/2 msk paprikuduft
1 tsk kúminduft
cayennepipar, salt,
2 paprikur
1 dós tómötum
1 msk tómatþykkni
1 dl sýrður rjómi
50 g smjörlíki

Kartöflumús:
1, 5 kg kartöflur
150 g smjör
0,5 l sjóðandi mjólk

Aðferð
Best er að kaupa beikonkurl eða bita beikonið smátt og matreiða það.  Laukur, krydd og paprika léttsteikist.  Kjötið á að brúna í smjörlíkinu og hellið svo beikoni og lauk yfir ásamt tómötum úr dós.  Þetta er látið malla í 45 mínútur eða þar til kjötið er orðið meyrt.  Að síðustu er sýrðum rjóma hellt út í og þetta látið malla aðeins lengur eða þar til rétturinn er tilbúinn. 

Kartöflurnar eru skrældar og skornar í sneiðar og soðnar í vatni án salts.  Vatninu er hellt af og kartöflurnar þerraðar aðeins.  Handþeytari eða töfrastafur er notaður til að mauka kartöflurnar og út í þær fer sjóðandi heit mjólkin, salt og pipar eftir smekk og allra síðast kalt smjörið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband