Satay kjúklingur - quick and dirty version

Þessi hentar bæði þegar maður er að flýta sér og einnig til að nota sem smárétt í veisluna.

Kjúklingalundir, kryddaðar með einhverju kjúklingakryddi eða hlutlausu kryddi og léttsteiktar á pönnu, bara rétt að loka þeim.
Blanda saman satay sósu og smooth hnetusmjöri og því smurt á báðar hliðar lundanna sem lagðar eru í ofnfast fat eða ofnskúffu. 
Sesamfræjum stráð yfir aðra hliðina og þessu skellt inn í ofn við ca 180 gráður í u.þ.b. 20 mín eða þar til tilbúið.

Ef nota á þetta sem smárétti í veislu er tilvalið að setja kjúklingalundirnar á spjót og festa í fallegan ananas og þá er þetta orðin fín borðskreyting. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband