Skinkubrauðterta

Hvítt brauðtertubrauð í 3 lögum
150 g majones
100 g sýrður rjómi
aromatpikant krydd
150 g skinka
5 stk harðsoðin egg
½ dós grænn aspas 
Hrærið saman majonesi, sýrðum rjóma og kryddið.  Skerið skinkuna í sneiðar og stappið eggin með gaffli, Brytjið aspasinn niður og blandið síðan öllu saman.  Setjið skinkusalatið á milli laga brauðtertunnar og skreytið með skinku og öðru tiltæku.

Pizza

650 g hveiti
400 ml vatn
3 - 3,5 msk góð olía
1 tsk salt
1,5 pakki ger

Hnoðað þar til einsleitt, skipt í fjórar bollur og látið hefast í ca hálftíma. 

Pizzusósan er yfirleitt 50/50 af Hunt's seasoned tomato pizza sauce og af Hunt's tomatoes sauce

Bakað eins heitt og ofninn kemst í nógu langan tíma
pizza

Mexíkósk fylling/álegg:
Skipta helming af pizzusósu út og setja salsa sósu,
rifinn kjúklingabringa,
rautt ferskt chili,
rjómaostur,
maísbaunir,
Tabasco slettur ef maður þolir,
grófmuldar nacho flögur.

Ítölsk fylling/álegg:
smávegis venjulegur rifinn ostur,
ferskur parmesan ostur, rifinn eða skorinn í sneiðar ,
smávegis af rjómaosti,
Prosciutto crudo (ítölsk hráskinka) í grófum ræmum,
furuhnetur,
Rucola salati dreift yfir þegar pizzan er nýkomin út úr ofninum.

Kjötveislan
venjulegur rifinn ostur,
pepperoni,
kjötbollur,
rjómaostur.


Kjúklingur með skinku og osti

Þetta er einungis svona hálfdrættingur af uppskrift en hún breytist í hvert sinn sem ég bý þetta til eftir því hvaða hráefni eru til staðar. 

Steikja skinkusneiðar og hafa cheddarostsneiðar tilbúnar sem geta þakið skinkusneiðarnar.  Jafnmargar skinkusneiðar þarf og kjúklingabringur.  Nú eru kjúklingabringur eftir þörfum steiktar hægt og rólegar, byrjað á því að "loka" þeim og svo er smám saman hellt rjóma með og hann látinn malla í sósu og kjúklingabringurnar soðnar í rjómanum.  Fínt að hafa smátt skorinn rauðlauk í rjómanum og leyfa honum að malla með en að síðustu eru svitsuðum sveppum og rauðri papriku dembt í.  Gott er að krydda kjúklingabringurnar sem alls konar söltu kryddi eftir smekk því rauðlaukurinn gerir rjómasósuna vel sæta.  Þegar kjúklingabringurnar hafa fengið að malla í rjóma og hann soðnað niður í sósu er skinka og ostur sett ofan á hverja bringu og látið liggja á þar til osturinn hefur bráðnað og þá er rétturinn tilbúinn. 

Gott er að baka kartöflubáta við 200 með þessu.  Kartöflur skornar í 6-8 báta eftir stærð og bakað í ca 40 mín en það er ofboðslega mismunandi hvað þær þurfa langan tíma inni í ofninum þannig að um að gera að hafa tímann fyrir sér í því. 


Fylltar kartöflur

15 litlar nýjar kartöflur ca 600 gr
120 g camembert, skorinn í litla bita
2 msk rifinn parmesan (verður að vera þessi ferski ekki þessi hálfþurrkaði úr dós)
beikon kurl eða steikt beikon sem er klippt/skorið í litla bita, magn eftir smekk
1 msk fínt skorin fersk salvía
2 msk brauðmolar, svolítið eftir smekk líka
salt og pipar

Ofan á: smávegis af fínt rifnum ferskum parmesan

Takið kartöflur og sjóðið þær og látið renna af þeim og kólna á meðan beikon er steikt.  Steikja beikon þar til það er stökkt og látið fituna renna af því á eldhúsrúllupappír.  Takið nú kartöflurnar og helmingið þær, takið mestan hluta innan úr þeim og geymið og lagið til botninn þannig að helmingarnir geti staðið stöðugir á ofnplötu.  Maukið kartöfluinnihaldið sem þið tókuð úr kartöflunum og blandið við camembert, parmesan, beikon, salvíu, krydd og brauðmola.  Setið þessa blöndu í kartöflurnar á ofnplötunni og inn í ofn við 190-200 gráðu hita í ca korter.  Gott er að setja smávegis af rifnum ferskum parmesan yfir kartöflurnar áður en þær fara inn í ofninn. 


Smáréttir

smarettir
Hráskinkurúllur:

Góð hráskinka
Rjómaostur t.d. philadelphia því hann er léttari en rjómaostur
Klettasalat (rucola)

Aðferð: smyrja rjómaostinum á eina sneið af hráskinku og setja eins og 5-10 stykki af klettasalatstilkum á hráskinkuna þvera og rúlla síðan þessu upp í hráskinkurúllur.

Grillaðar fylltar döðlur:

Ferskar góðar döðlur t.d. frá Himnesk hollusta því þær eru steinlausar og góðar
Mildur gráðostur t.d. gyllti
Beikonstrimlar

Aðferð: Döðlur fylltar með gráðostinum og beikoni vafið vandlega utan um.  Tannstöngli stungið í gegnum þær miðjar og grillað þar til tilbúið


Naan

2/3 bolli heitt vatn
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
2 bollar (300 g) hveiti
1 tsk salt
4 msk brætt ghee (eða olía)
2 msk jógúrt
2 tsk kalonji (svört laukfræ)

1.  Pískaðu saman vatn, ger og sykur í lítilli skál þar til ger er uppleyst í vatninu.  Hyldu og leyfðu að standa á heitum stað í 10 mín
2.  Sigtaðu hveiti og salt í stóra skál og bættu við gerblöndunni, helmingnum af ghee-inu og öllu því jógúrti sem á að fara í uppskriftina.  Hnoðaðu saman á plötu í ca 5 mín eða þar til deig er orðið mjúkt og einsleitt.
3.  Leyfið deigi að hefast í stórri smurðri lokaðri skál í 1 og 1/2 tíma á heitum stað eða þar til deig hefur tvöfaldast. 
4.  Hnoðaðu deigið aftur á góðu undirlagi í 5 mín og skiptu því upp í 6 jafnstóra hluta.  Flettu þeim hverjum fyrir sig út þannig að þeir myndi flatköku sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál.
5.  Bökunargrind hulin álpappír og smurt fitu á.  Hvert naan brauð bakað eitt í einu á því undir mjög heitu grilli í ca 2 mín á hverri hlið eða þar til það hefur lyft sér upp og brúnast eilítið.  Þá er brauðið tekið og burstað með afgangnum af fitunni og laukfræjum dreift yfir og grillað áfram í ca 30 sek. 


N-Indverskt Bhaji m/blómkáli, baunum og kartöflum

Hentar f 4-6 (eða sem meðlæti með öðrum indverskum mat)

2 msk ghee (eða olía)
1 stór saxaður laukur ca 200 g
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
1 msk sætt paprikuduft
2 tsk garam masala
2 tsk mulið cumin
6 kardamommuhylki, skerið í þau
4 negulnaglar
8 karrýlauf
1/3 bolli rifinn kókos (30 g)
1/2 bolli vatn (125 ml)
400 ml kókosmjólk
2 tsk salt
800 g (4-5 stk) kartöflur, óskrældar og skornar í báta
1 lítið blómkál (ca 1 kg), skorið í álíka bita og kartöflurnar
1 bolli (125 ml) grænar frosnar baunir

1.  Hita feiti í potti, elda lauk og hvítlauk þar til léttbrúnaður.
2.  Öllu kryddi bætt út í og hrært þar til lyktin er orðin lokkandi.  Bættu þá karrýlaufum, kókosi, vatni, kókosmjólk, salti og kartöflum - þessu leyft að malla undir loki í 15 mín eða þar til kartöflur eru orðnar mýkri.
3.  Blómkál sett í pottinn, leyft að malla áfram án loks í ca 10 mín eða þangað til blómkálið er orðið mýkra.  Baunum bætt úti í og mallað allt saman þar til baunir hafa náð að hitna vel í gegn. 

 


Butter Chicken - Smjörkjúklingur

Fyrir 4-6
Undirbúningstími: sólarhringur

1 kg kjúklingabringur
2 tsk garam masala
2 tsk mulið kóríander
3/4 tsk chilli duft
2 tsk rifin engiferrót
3 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 msk hvítvínsedik
1/4 bolli eða 60 ml tómat paste
1/2 bolli eða 125 ml jógúrt
80 gr smjör (sbr heiti rétts)
1 stór fínt saxaður laukur eða ca 200 g
1 lítil kanilstöng
4 kardamommuhylki (skera gat á þau)
1 tsk salt
3 tsk sætt paprikuduft
425 g tómat puree
3/4 bolli kjúklingasoð
1 bolli (250 ml) rjómi

1.  Skerðu kjúklingabringur í 3 hluta hverja.
2.  Blandaðu saman muldum kryddjurtum (garam masala, kóríanderduft, chilli duft), engifer, hvítlauk, hvítvínsediki, tómat paste og jógúrt í góða skál.  Settu kjúklingabitana út í blönduna og hrærðu þannig að kjúklingurinn sé vel hulinn.  Lokaðu ílátinu og kældu yfir nótt eða frá morgni fram að kveldi þegar elda skal réttinn.  Ég geri þetta yfirleitt bara sólarhring áður en ég elda kjúklinginn. 
3.  Hitaðu smjörið í góðum potti, bættu við lauk, kanilstöng og kardamommuhylkjum.  Hita þar til laukur er byrjaður að brúnast örlítið.  Bættu kjúklingnum út í og hrærðu í þessu í ca 5 mín. 
4.  Bættu við salti, paprikudufti, tómat puree-inu og soði og leyfðu þessu að malla óhuldu í 10 mínútur en mundu að hræra við og við í þessu. 
5.  Að síðustu fer rjóminn í blönduna og öllu leyft að malla í aðrar 10 mín eða þangað til kjúklingur er orðinn meyr. 

Ekki er við hæfi að frysta þennan rétt en ég hef aldrei átt afgang eftir af þessum rétti sama hversu mikið ég hef búið til af honum Happy


Rautt kjúklingakarrý

Dugar fyrir 4-6

2 msk ghee (olía)
2 millistórir skornir laukar eða ca 300 g (skornir niður í hringi ekki saxaðir)
1 millistór söxuð paprika eða ca 200 g
4 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin engiferrót
2 tsk mulið cumin
2 tsk mulinn kóríander
2 tsk paprikukrydd (sætt)
1 tsk sterkt chilli duft
1 msk tómat paste
425 g dós af tómötum
1 kg kjúklingalæri
2 bollar kjúklingasoð
1/4 bolli rjómi
1 msk tamarind concentrate
rauður matarlitur ef vill

1. Hita olíu í stórum potti, bæta við lauk, hvítlauk, papriku, engifer og muldum kryddtegundum; eldað og hrært í því þar til laukhringir hafa brúnast örlítið.   
2.  Bæta tómatpasti, tómötum úr dós, kjúkling og soði og leyfið þessu að malla undir loki í ca 20 mín eða þar til kjúklingur er fulleldaður.
3.  Bæta við rjómanum, tamarindinu (og matarlit ef maður vill). Þessu leyft að malla aðeins saman óhulið í u.þ.b. 15 mín eða þar til blandan hefur þykknað hæfilega.

Tilvalið að búa til degi áður en borið er fram en ekki gott til að frysta. 


Dry Chicken Curry

Þetta er sterkur réttur fyrir ca 6 manns eða 3 gráðuga - fer eftir magamáli og kryddþoli

2 msk ghee (nota nú bara olíu)
2 millistórir saxaðir laukar eða ca 300 gr
6 karrýlauf, rifin
1 tsk cumin fræ (ekki kúmen þó en ég veit ekki hvað þetta skilgreinist sem á íslensku)
1 tsk svört sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin fersk engiferrót
1 tsk garam masala
1 tsk mulið turmeric
1/2 tsk chilli duft
1 tsk fínt salt
1 kg af kjúklingalæri (ég nota oftast kjúklingabringu)
1/2 bolli vatn
1 msk söxuð fersk kóríanderlauf

1.  Hitið ghee/feiti í stórum potti, eldið lauk þar til hann er byrjaður að brúnast dulítið.
2.  Bætið við laufum (þó aldrei ferskum kryddjurtum svona snemma), fræjum, hvítlauk, engifer, muldum kryddtegundum og salti, hrærið og leyfið að hitna þar til lyktin hefur heltekið nasirnar. 
3.  Kjúklingur settur í pottinn og hrært þar til kryddblandan umlykur hann. 
4.  Vatni hellt ofan á og leyft að malla undir loki í u.þ.b. 30 mín.  Sjóðið óhulið áfram í u.þ.b. 15 mín eða þar til mestur vökvinn er horfinn. 
5.  Hrærið í ferskum kryddjurtum rétt áður en borið er fram

Fínn réttur til að búa til deginum áður og vel hægt að frysta líka skammta til að eiga eða fara með í vinnuna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband