Butter Chicken - Smjörkjúklingur

Fyrir 4-6
Undirbúningstími: sólarhringur

1 kg kjúklingabringur
2 tsk garam masala
2 tsk mulið kóríander
3/4 tsk chilli duft
2 tsk rifin engiferrót
3 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 msk hvítvínsedik
1/4 bolli eða 60 ml tómat paste
1/2 bolli eða 125 ml jógúrt
80 gr smjör (sbr heiti rétts)
1 stór fínt saxaður laukur eða ca 200 g
1 lítil kanilstöng
4 kardamommuhylki (skera gat á þau)
1 tsk salt
3 tsk sætt paprikuduft
425 g tómat puree
3/4 bolli kjúklingasoð
1 bolli (250 ml) rjómi

1.  Skerðu kjúklingabringur í 3 hluta hverja.
2.  Blandaðu saman muldum kryddjurtum (garam masala, kóríanderduft, chilli duft), engifer, hvítlauk, hvítvínsediki, tómat paste og jógúrt í góða skál.  Settu kjúklingabitana út í blönduna og hrærðu þannig að kjúklingurinn sé vel hulinn.  Lokaðu ílátinu og kældu yfir nótt eða frá morgni fram að kveldi þegar elda skal réttinn.  Ég geri þetta yfirleitt bara sólarhring áður en ég elda kjúklinginn. 
3.  Hitaðu smjörið í góðum potti, bættu við lauk, kanilstöng og kardamommuhylkjum.  Hita þar til laukur er byrjaður að brúnast örlítið.  Bættu kjúklingnum út í og hrærðu í þessu í ca 5 mín. 
4.  Bættu við salti, paprikudufti, tómat puree-inu og soði og leyfðu þessu að malla óhuldu í 10 mínútur en mundu að hræra við og við í þessu. 
5.  Að síðustu fer rjóminn í blönduna og öllu leyft að malla í aðrar 10 mín eða þangað til kjúklingur er orðinn meyr. 

Ekki er við hæfi að frysta þennan rétt en ég hef aldrei átt afgang eftir af þessum rétti sama hversu mikið ég hef búið til af honum Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband