Naan

2/3 bolli heitt vatn
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
2 bollar (300 g) hveiti
1 tsk salt
4 msk brætt ghee (eða olía)
2 msk jógúrt
2 tsk kalonji (svört laukfræ)

1.  Pískaðu saman vatn, ger og sykur í lítilli skál þar til ger er uppleyst í vatninu.  Hyldu og leyfðu að standa á heitum stað í 10 mín
2.  Sigtaðu hveiti og salt í stóra skál og bættu við gerblöndunni, helmingnum af ghee-inu og öllu því jógúrti sem á að fara í uppskriftina.  Hnoðaðu saman á plötu í ca 5 mín eða þar til deig er orðið mjúkt og einsleitt.
3.  Leyfið deigi að hefast í stórri smurðri lokaðri skál í 1 og 1/2 tíma á heitum stað eða þar til deig hefur tvöfaldast. 
4.  Hnoðaðu deigið aftur á góðu undirlagi í 5 mín og skiptu því upp í 6 jafnstóra hluta.  Flettu þeim hverjum fyrir sig út þannig að þeir myndi flatköku sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál.
5.  Bökunargrind hulin álpappír og smurt fitu á.  Hvert naan brauð bakað eitt í einu á því undir mjög heitu grilli í ca 2 mín á hverri hlið eða þar til það hefur lyft sér upp og brúnast eilítið.  Þá er brauðið tekið og burstað með afgangnum af fitunni og laukfræjum dreift yfir og grillað áfram í ca 30 sek. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh maður verður alltaf svo svangur á að skoða bloggið hjá þér

Ég er allavega komin með mikla matarást á þér hehe 

Heya (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Soffía

Verð að fara að bjóða ykkur í mat elskurnar.  Má bjóða þér indverskt? 

Soffía, 9.9.2007 kl. 00:56

3 identicon

Indverskt, við höfum bara hvorugt smakkað indverskt, annað en karrý haha. 

Doddi og Heya (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband