Rautt kjúklingakarrý

Dugar fyrir 4-6

2 msk ghee (olía)
2 millistórir skornir laukar eða ca 300 g (skornir niður í hringi ekki saxaðir)
1 millistór söxuð paprika eða ca 200 g
4 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin engiferrót
2 tsk mulið cumin
2 tsk mulinn kóríander
2 tsk paprikukrydd (sætt)
1 tsk sterkt chilli duft
1 msk tómat paste
425 g dós af tómötum
1 kg kjúklingalæri
2 bollar kjúklingasoð
1/4 bolli rjómi
1 msk tamarind concentrate
rauður matarlitur ef vill

1. Hita olíu í stórum potti, bæta við lauk, hvítlauk, papriku, engifer og muldum kryddtegundum; eldað og hrært í því þar til laukhringir hafa brúnast örlítið.   
2.  Bæta tómatpasti, tómötum úr dós, kjúkling og soði og leyfið þessu að malla undir loki í ca 20 mín eða þar til kjúklingur er fulleldaður.
3.  Bæta við rjómanum, tamarindinu (og matarlit ef maður vill). Þessu leyft að malla aðeins saman óhulið í u.þ.b. 15 mín eða þar til blandan hefur þykknað hæfilega.

Tilvalið að búa til degi áður en borið er fram en ekki gott til að frysta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband