Fiskur í jógúrtpestósósu

7-800 grömm þorskur, roðflettur og beinlaus (væri hægt að nota ýsu en ég er hrifnari af þorsk sjálf)
1 dós hrein jógúrt
3 msk tómatpestó (úr sólþurrkuðum tómötum)
1 knippi steinselja
salt og pipar

Skerið fiskinn í stóra bita.  Blandið saman jógúrt, pestó og hnefafylli af saxaðri steinselju í skál, kryddið með salti og pipar.  Veltið fiskinum upp úr blöndunni og látið standa á meðan grillið í ofninum er hitað.  Raðið fiskinum í eldfast fat og hellið sósunni sem eftir verður í skálinni jafnt yfir.  Setjið í ofninn, fremur ofarlega og grillið í 6-8 mínútur eða þar til fiskurinn er að verða steiktur í gegn.  Látið hann standa í 1-2 mín eftir að hann er tekinn úr ofninum.  Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með t.d. brúnum hrísgrjónum eða bankabyggi og fersku salati.

Ef vill er fínt að drekka með þessu ferskt hvítvín frá Chablis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta ætla ég sko að prófa strax og gefur á sjó aftur.

Níels A. Ársælsson., 26.10.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband