Sherryfromasterta

Svampbotnar:
4 stk egg
150 gr sykur
100 gr hveiti
50 gr kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
150 gr suðusúkkulaði

Fromas:
3 stk eggjarauður
60 gr sykur
7 stk matarlím
5-8 msk sherry
2½ dl rjómi
makkarónur 10-15 st

Makkarónur:
100 gr marsipan
250 gr sykur
1 msk hveiti
2-3 eggjahvítur

Aðferð við svampbotna:
Þeytið vel saman egg og sykur, sigtið þurrefnin samana við og blandið saman með sleikju, bætið söxuðu súkkulaðinu við.  Setjið í tvö lausbotna 26 cm form, bakið við 230° í 8-10 mín, bakað eins og venjulegir svampbotnar.

Aðferð við fromas:
Þeytið eggjarauðurnar og sykur, leysið upp matarlímið og setjið sherry saman við.  Blandið matarlíminu út í þeytinguna og svo saman við rjómann.  Blandið makkarónunum saman við fromasinn, setjið í hringform og kælið í minnst 4-6 tíma.

Aðferð við makkarónurnar:
Vinnið vel saman sykur, marsipan og hveiti, setjið hvítur rólega saman við þannig að ekki myndist kekkir, vinnið rólega saman þar til deigið er orðið slétt og fínt, sprautið á bökunarpappír og bakið við 190° í ca. 10-18 mín. allt eftir hversu stórir topparnir eru.  Bakið þar til gullinbrúnt

ATH
- þessi terta geymist vel í frysti í forminu
- hentar vel til þess að nota sem grunn til að leggja marsipan ofan á og skreyta t.d. við hátíðleg tilefni eins og skírnarveislur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband