Þykkar litlar pönnukökur

Hráefni:
• 3 bollar hveiti 
• 3 msk sykur
• 3 tsk lyftiduft
• 1 1/2 tsk matarsódi
• 3/4 tsk salt
• 3 bollar súrmjólk/þykkmjólk/AB mjólk (gott að nota t.d. jarðaberja AB mjólk eða aðra bragðbætta AB mjólk til að sæta pönnukökurnar enn fremur)
• 1/2 bolli mjólk
• 3 egg
• 1/3 bolli smjör, bráðið

Aðferð:
1. Blanda skal saman í stórri skál hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti.  Í annarri skál á að þeyta saman súrmjólk, mjólk, eggjum og bráðnu smjöri.  Innihald þessara tveggja skála á ekki að blandast saman fyrr en pannan er orðin heit og allt tilbúið til steikingar.
2. Hitaðu olíu á pönnu á miðlungi hita.  Þú veist að pannan er tilbúin þegar þú getur látið vatnsdropa lenda á pönnunni og vatnsdropinn kraumar ef svo má að orði komast. 
3. Helltu nú blautu blöndunni í þurru blönduna með því að nota viðarsleif eða gaffal til að blanda þessu tvennu saman.  Hrærðu þessu saman þar til þetta er rétt orðið einsleit blanda.  Menn þurfa að passa sig á því að hræra ekki of lengi.  Gott er að miða við hálfan bolla af blöndu fyrir hverja pönnuköku en hver og ein þarf góðan tíma á pönnunni því þær verða þykkar og léttar þegar best lætur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband