Rolo afmælisterta

Innihald í kökubotna:
2 egg
150 gr sykur
1 pakki Rolo
1 tsk lyftiduft

Aðferð við kökubotna:
Hitið ofninn í 175 gráður C .  Smyrjið vel 2 x 22 sm form og stráið hveiti innan í þau.  Aðskiljið eggjarauður frá eggjahvítum.  Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman.  Bræðið Rolo súkkulaðimolana í vatnsbaði eða örbylgjuofni.  Hrærið örlitlu af eggjarauðukreminu saman við brædda súkkulaðið og blandið því saman við eggjarauðukremið.  Stífþeytið eggjahvíturnar.  Blandið þeim, ásamt lyftiduftinu varlega saman við eggjarauðukremið og setjið deigið í formin.  Bakið í 20-25 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í kökuna, kemur hreinn upp.  Losið botnana úr formunum og látið kólna á grind.

Innihald í marengsbotn:
3 eggjahvítur
100 gr sykur
2 pk karamellufyllt súkkulaði (Rolo)

Aðferð við marengsbotn:
Hitið ofninn í 150 gráður C.  Teiknið 20 sm hring á smjörpappír.  Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn.  Saxið rolo-súkkulaðimolana smátt og bætið þeim varlega saman við eggjahvíturnar.  Smyrjið síðan eggjahvítunum á smjörpappír og bakið í 45 mín.

Innihald í rjómaostakremi:
250 gr rjómaostur
1 dl flórsykur
1 msk smjör
1-2 msk rjómalíkjör (má sleppa)
2 msk kakó
1 ½ dl rjómi

Aðferð við rjómaostakrem:
Þeytið saman rjómaostinn, flórsykurinn og smjörið.  Ef vill má bragðbæta með rjómalíkjör.  Einnig er hægt að nota óáfengt kakaóessens eða kaffi.  Þessu kremi er smurt yfir kökubotnana og kakó stráð yfir.  Þeytið rjómann og smyrjið honum yfir kakóið.  Leggið botnana hvern ofan á annan og að síðustu er marengsbotninn settur þar ofan á.

Innihald í skreytingu:
2-3 dl rjómi
kakó

Aðferð við skreytingu:
Þeytið rjómann og sprautið honum á hliðarnar á kökunni.  Stráið kakóinu létt yfir kökuna og geymið hana í kæli í 4-12 klst.  Skreytið með kumquast eða jarðarberjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband