Jólasherryfrómas (eins og amma bjó alltaf til)

Innihald:
4 egg
200 g sykur
½ dós jarðarber
100 gr súkkulaði
2 dl sherry
6 dl rjómi
9 blöð matarlím
(1 msk sítrónusafi)

Ath:
Gott er að vera búin að rífa súkkulaðið í spænir, stappa jarðarberin og þeyta eggjahvíturnar og rjómann áður svo allt sé tilbúið til notkunar.

Aðferð:
Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman.  Þá öllum öðrum vökva (sherry) bætt í .  Matarlím sett í kalt vatn þar sem það er látið linast, vatninu svo hellt af því og settar 3 msk af köldu vatni og það svo brætt í vatnsbaði, matarlímsmassinn svo kældur niður að mestu og þeytt vel úr í eggjahræruna.  Þá er stífþeyttum eggjahvítum og þeyttum rjóma bætt út í og síðustu er jarðarberjum og súkkulaði bætt út í.  Látið inn í ísskáp og látið stífna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband