Færsluflokkur: Heitur matur hvers konar

Kjúklingur með skinku og osti

Þetta er einungis svona hálfdrættingur af uppskrift en hún breytist í hvert sinn sem ég bý þetta til eftir því hvaða hráefni eru til staðar. 

Steikja skinkusneiðar og hafa cheddarostsneiðar tilbúnar sem geta þakið skinkusneiðarnar.  Jafnmargar skinkusneiðar þarf og kjúklingabringur.  Nú eru kjúklingabringur eftir þörfum steiktar hægt og rólegar, byrjað á því að "loka" þeim og svo er smám saman hellt rjóma með og hann látinn malla í sósu og kjúklingabringurnar soðnar í rjómanum.  Fínt að hafa smátt skorinn rauðlauk í rjómanum og leyfa honum að malla með en að síðustu eru svitsuðum sveppum og rauðri papriku dembt í.  Gott er að krydda kjúklingabringurnar sem alls konar söltu kryddi eftir smekk því rauðlaukurinn gerir rjómasósuna vel sæta.  Þegar kjúklingabringurnar hafa fengið að malla í rjóma og hann soðnað niður í sósu er skinka og ostur sett ofan á hverja bringu og látið liggja á þar til osturinn hefur bráðnað og þá er rétturinn tilbúinn. 

Gott er að baka kartöflubáta við 200 með þessu.  Kartöflur skornar í 6-8 báta eftir stærð og bakað í ca 40 mín en það er ofboðslega mismunandi hvað þær þurfa langan tíma inni í ofninum þannig að um að gera að hafa tímann fyrir sér í því. 


Flæskesteg/Ribbensteg (útleggst sem purusteik eða svínasíða með puru)

flæskesteg 
Fyrst er byrjað á því að hreinsa kjötstykkið sem keypt er.  Skrapa létt af purunni efsta lagið ef hún er illa hreinsuð eins og við höfum því miður rekið okkur á alltof oft á.  Því næst er gott að nota dúkahníf til þess að skera niður í puru alveg þar til niður í kjötið er komið og búa til randir yfir alla steikina.  Finna til ofnfast fat sem rúmar steikina vel en er helst nógu lítið til að það umljúki hana ágætlega í ósteiktu formi en búast má við u.þ.b. 10% minnkun við steikingu.  Steikin sett öfug í fatið ásamt vatni sem nær upp fyrir puruna.  
I.   Sett inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mín, ókryddað og allt.  Þarna er puran að drekka í sig vatn sem kemur sér að góðum notum þegar við viljum fá hana til að "poppa" eða verða harða og góða við lokasteikingu.   
II.  Tekin út úr ofninum, vatninu hellt af steikinni.  Ca 1/2 líter af vatni hellt í fatið og steikinni snúið við þannig að puran snýr upp.  Núna er salti núið inn í puruna þannig að það fari örugglega nóg á hana og inn á milli fiturandanna/purunnar, smá pipar sett á líka.  Gott er að bæta við eins og einum niðurskornum lauk og einhverjum gulrótarbitum í vatnið hjá steikinni til að gefa henni bragð.  Það klassíska er að setja í puruna lárviðarlauf eða í vatnið sem steikin liggur í.  Inn i ofn með steikina og kjarnhiti á að ná 75 gráðum, tekur ca 1 til 1,5 klst.
III.  Steikin tekin út úr ofninum aftur, hitinn færður upp í 225-250 gráður og vatni hellt af steikinni.  Soðið er sigtað yfir pott ef maður vill fá þessa klassíska soðsósu.  Steikin látin vera inni í ofninum þar til puran hefur "poppast" vel.  Einnig er miðað við að kjarnhiti fari ekki yfir 85 gráður. 

Með þessu er gott að bera fram kartöflugratín (tekur oftast jafnlangan tíma og steikin en fer eftir kartöflutegundum sem notaðar eru).  Ég nota kartöflur, matreiðslurjóma og smávegis krydd - mjög einföld útgáfa hreinlega. 
Gott er að hita rauðkálið vel upp áður en það er borið fram.  Svo er náttúrulega bara að velja meðlæti eftir smag og behag.


Crepes

1 bolli Hveiti
2 bollar Mjólk
2 Egg
50 gr. Smjörlíki
Smá salt

Combine flour, milk, eggs, butter and salt. Blend well. Pour a small amount of batter (about 4" [10 cm] across) on to a hot, large (10-12" [25-30 cm]), lightly oiled, flat pan. Quickly lift the pan and tilt it in all directions to spread the batter around until there is no longer any liquid. It should cover the bottom of the pan. Flip when the edges first start to look very slightly brown. Serve warm with whatever filling you like. Preserves are great, as is steak and cheese. They taste great plain, too. [The original calls for bacon grease instead of butter. The grease tastes _so_ much better, but I certainly cannot afford that much cholestorol in my diet anymore. Also, you can prepare these without butter in the batter altogether, but they tend to be a bit more dry.

Athugasemd Soffíu: Ég nota aldrei smjörlíki vegna sæta keimsins því ég nota þetta sem matarpönnukökur heldur nota ég olíu. 
Dæmi um fyllingu gæti verið: bráðinn hvítlauksostur, smávegis hrísgrjón, skinka, pepperoni, paprika, rækjur eða í raun og veru hvað sem er.  Cheese 'n' steak er eitthvað sem við höfum ekki ennþá prufað á þessar pönnukökur en bragðast örugglega vel með mismunandi tegundum osta og kjötafgöngum. 


Scrigno

500 gr Pasta (skrúfur, tagliatelle, gnocci...)
Tómatsósa –
2 msk ólífuolía
1 meðalstór laukur
2 hvítlauksrif
2 dósir tómatar (400 gr hvor)
1 sykurmoli
salt, svartur pipar úr kvörn

Hitið olíuna og mýkið í henni saxaðan lauk og hvítlauk.  Setjið lok á pottinn svo laukurinn brúnist ekki.  Bætið við tómötum ásamt sykri, salti og pipar að vild.  Látið sjóða loklaust við góðan hita í um 20 mínútur, og hrærið í öðru hverju.  Setjið í mixer og hakkið þangað til það verður fín sósa.
2 dl rjómi
150 gr nýrifinn parmaostur
6 þunnar sneiðar af parmaskinku
300 gr mozzarellaostur

Geymið 6 msk af tómatsósunni.  Hrærið rjómann saman við afganginn af sósunni ásamt stórri skeið að parmaosti.  Látið þetta krauma í 10 mínútur
Sjóðið pastað rúmlega helminginn af tímanum sem stendur á pakkanum.  Látið renna af  því og blandið því varlega í sósuna.
Smyrjið eldfasta skál handa hverjum og einum (eða eina stóra skál), og fyllið hana að tveimur þriðju með pastablöndunni.  Leggið skinkusneið ofan á, en skerið hana fyrst í sex hluta svo að auðveldara sé að borða þetta.  Setjið þá þunnar sneiðar af mozzarellaosti ofan á.  Dreypið á þetta tómatsósunni sem eftir var, og stráið svo afganginum af parmaostinum ofan á allt saman.  Bakið réttinn við 220 gráður í 20 mínútur.


Tagliatelle með Mascarpone, tómötum og Parmaskinku

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. Tagliatelle frá DeCecco
250 gr. Mascarpone ostur
100 gr. tómatar, gróft niðurskornir
1 pkn. (60 gr.) Parmesan ostur, rifinn
1 bréf (80 gr.) Parmaskinka (frá Fiorucci), skorin í lengjur

Salt og nýmalaður svartur pipar
Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á umbúðum. Sigtið pastað og setjið það í stóra skál. Blandið Mascarpone ostinum, tómötunum og Parmaskinkunni vel saman við. Kryddið eftir smekk. Stráið Parmesan osti yfir og berið fram.


Kjúklinga Alfredo Pasta með sólþurrkuðum tómötum

Ostafyllt pasta í rjómalagaðri Alfredo sósu með steiktum kjúklingabitum og sólþurrkuðum tómötum

Innihald
Ferskt Buitoni pasta með ostafyllingu
2 kjúklingabringur
Season-All krydd
Handfylli sveppir
1-2 rif hvítlaukur
Smjör
2-3 msk. hveiti
Rjómi
Kjúklingasoð/grænmetissoð (1 grænmetisteningur í soðnu vatni)
1/2 til 1 bolli Parmesan ostur
Sólþurrkaðir tómatar (má sleppa ef vill)
Steinselja/Basil
Salt
Pipar
Aðferð
Skera niður og steikja sveppi og hvítlauk í smjöri. Setja á disk og geyma.
Skera kjúkling í bita (kubba), krydda með Season-All og steikja á pönnu. Geyma með sveppunum.
Sjóða pastað (passa að sjóða ekki of mikið, sjóða frekar aðeins of lítið en of mikið!), slökkva undir, sigta vatnið frá og geyma pastað í pottinum.

Á meðan pastað sýður, er kominn tími til að búa til Alfredo sósuna - bræða 2-3 msk. smjör á pönnu við vægan hita og hræra út í ca. tvær msk hveiti. Blanda út í rjóma, kjúklinga/grænmetissoði og parmesan osti eftir smekk og þykkju (getur stjórnað þykkjunni í sósunni með parmesanostinum).

Þegar sósan er orðin nógu þykk er sveppunum og kjúklingnum bætt út í ásamt sólþurrkuðum tómötum (skera niður tómatana í strimla ef stórir bitar). Krydda með basil/steinselju, salti og pipar (eftir smekk). Setja pastað út í (eða setja allt í pastapottinn) og leyfa pastanu að hitna aðeins.

 


Humarforréttur

Humar
2-3 hvítlauksrif
paprika
laukur
sveppir
sett á pönnur eða í pott og brúnað
 
Hvítlauksostur (með eða án dills)
Rjómaostur
Rjómi
Sett í pönnu eða pott og hrært saman í góða sósu (ég set smá kraft út í , nauta og/eða grænmetiskraft)
grænmetið sett út í
Þessa sósu má gera áður og láta standa
 
Humar
Hörpudiskur
Rækjur
Humar og hörpudiskur brúnað aðeins í smjöri og sett svo í heita sósuna ásamt rækjum og borið fram með góðu brauði


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband