Færsluflokkur: Brauðtertur og heitir brauðréttir

Rækjubrauðterta

Hvítt samlokubrauð 4 lög
300 g majones
1 dós sýrður rjómi
300 g rækjur
½ paprika
6 stk harðsoðin egg
aromat

Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma.  Látið leka vel af rækjunum.  Saxið paprikuna smátt, stappið eggin með gaffli og blandið öllu saman.  Setjið salatið á lög brauðtertunnar og skreytið síðan með rækjum, eggjum og grænmeti.  Ekki þarf að setja salatið á efsta lag brauðtertunnar.


Túnfiskbrauðterta

Hvítt brauðtertubrauð í 3 lögum
200 g majones
100 g sýrður rjómi
5 stk harðsoðin egg
200 g túnfiskur
1 stk laukur
aromat
Skraut:
salat
túnfiskur
egg

Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma og kryddið með aromati.  Stappið eggin með gaffli.  Látið leka vel af túnfiskinum og saxið laukinn mjög smátt.  Blandið öllu saman og setjið á milli laga brauðtertunnar.  Smyrjið salatinu einnig á hliðarnar og skreytið síðan með eggjum, salatblöðum og túnfiski


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband