Brauðterta m/rækjum, ananas og papriku

1 brauð endilangt brauð
150 g majones
smjör til að smyrja brauðið – hef sleppt þessu og notast við ananas safann
50 g sýrður rjómi
1 dós ananas hringir
½ græn paprika
½ rauð paprika
300 g rækjur
kryddast með salti og pipar

Heit rúllubrauðterta

1 stk rúllutertubrauð
½ dós Vogaídýfa með kryddblöndu
½ dós skorinn aspas
5 sneiðar smátt skorin skinka
¼ dós ananas, smátt skorinn
1 dós sveppaostur
smátt skornir sveppir eftir smekk
season all krydd eftir smekk

Sléttið úr rúllutertubrauðinu.  Vogaídýfunni og sveppaostium er blandað saman við safann úr aspasinum.  Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í ásamt kryddinu.  Öllu þessu er raðað ofan á brauðið.  Bakið við 225 gráður, þangað til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gulbrúnan lit.


Partýréttur - besti brauðréttur í heimi

1 dós smurostur, beikon, skinku eða sveppa
1 dós aspas
Snakkpoki, salt og pipar
3-4 msk mayones
2-300 g skinka
1 dl rjómi
6-7 sneiðar brauð
sveppir

Blanda saman smurosti, mayo og rjóma, setja svo stappaðan aspas, smátt skorna skinku ásamt niðurskornum sveppum í blönduna.  Hrært vel saman.  Brauðsneiðar skornar í teninga eða rifnar smátt og búinn til botn í ofnföstu fati, gumsblöndu hellt ofan á og svo innihaldi snakkpoka hellt yfir eftir þörfum.  Bakað þar til heitt í gegn en áður en snakkið byrjar að taka verulegan lit.  Útkoman er hrikalega góður gumsbrauðréttur - slúrp, slúrp


Tagliatelle með Mascarpone, tómötum og Parmaskinku

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. Tagliatelle frá DeCecco
250 gr. Mascarpone ostur
100 gr. tómatar, gróft niðurskornir
1 pkn. (60 gr.) Parmesan ostur, rifinn
1 bréf (80 gr.) Parmaskinka (frá Fiorucci), skorin í lengjur

Salt og nýmalaður svartur pipar
Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á umbúðum. Sigtið pastað og setjið það í stóra skál. Blandið Mascarpone ostinum, tómötunum og Parmaskinkunni vel saman við. Kryddið eftir smekk. Stráið Parmesan osti yfir og berið fram.


Rækjubrauðterta

Hvítt samlokubrauð 4 lög
300 g majones
1 dós sýrður rjómi
300 g rækjur
½ paprika
6 stk harðsoðin egg
aromat

Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma.  Látið leka vel af rækjunum.  Saxið paprikuna smátt, stappið eggin með gaffli og blandið öllu saman.  Setjið salatið á lög brauðtertunnar og skreytið síðan með rækjum, eggjum og grænmeti.  Ekki þarf að setja salatið á efsta lag brauðtertunnar.


Skinkubrauðterta

Hvítt brauðtertubrauð í 3 lögum
150 g majones
100 g sýrður rjómi
aromat
pikant krydd
150 g skinka
5 stk harðsoðin egg
½ dós grænn aspas

Hrærið saman majonesi, sýrðum rjóma og kryddið.  Skerið skinkuna í sneiðar og stappið eggin með gaffli, Brytjið aspasinn niður og blandið síðan öllu saman.  Setjið skinkusalatið á milli laga brauðtertunnar og skreytið með skinku og öðru tiltæku.

Túnfiskbrauðterta

Hvítt brauðtertubrauð í 3 lögum
200 g majones
100 g sýrður rjómi
5 stk harðsoðin egg
200 g túnfiskur
1 stk laukur
aromat
Skraut:
salat
túnfiskur
egg

Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma og kryddið með aromati.  Stappið eggin með gaffli.  Látið leka vel af túnfiskinum og saxið laukinn mjög smátt.  Blandið öllu saman og setjið á milli laga brauðtertunnar.  Smyrjið salatinu einnig á hliðarnar og skreytið síðan með eggjum, salatblöðum og túnfiski


Skúffukaka

Bæði stór og lítil uppskrift
  
Lítil Stór
250 gr. hveiti 375
1 tsk. lyftiduft 1 1/2
1/2 tsk. natron 1
1 tsk. salt 1 1/2
300 gr. sykur 450
4 msk. kakó 6
125 gr. br.smjörl.190
2 1/2 dl. mjólk 3
2 egg 3  
1 tsk vanilludropar

Aðferð
Þurrefnin sett í skál
mjólk og egg næst, hrært.
Smjörlíki sett síðast
Bakað við 180°- 190° þangað til kakan er laus frá hliðunum á skúffunni.


Krem á skúffuköku:
100 gr. smjörlíki
cirka einn pakki af flórsykri
smá kakó (eftir smekk)
kaffi, eftir smekk
vatn (þegar kaffibragð er of mikið)
Skellið öllu saman og hrærið, smakkið svo til hvað vantar útí.


Vegetable vindaloo

Ingredients
Serves 2
1 Medium potato peeled and chopped
2 carrots peeled and chopped
1 parsnip peeled and chopped
Quarter of a small cauliflower chopped
1 Broccoli floret chopped
1 Cup of Curry Massalla Gravy
Quarter of an onion finely chopped.
2 Teaspoon Curry Powder
2 Teaspoon Chilli Powder
8 Finely Chopped Cayenne Chillies
4 Cloves Crushed Garlic
2 inches Root Ginger grated
5 Tablespoons Vegetable Oil
4 Tablespoons roughly chopped coriander leaves
1 Tablespoon whole coriander leaves
1 teaspoon Garam Massalla  

Method
Chop the vegetables to an even size about 4mm cubed. Bring a pot to the boil with a little salt and then boil the vegetables for 5 minutes. Make a paste of the curry powder and chilli powder with a little water. Fry the onion until translucent in the veg oil then add the garlic, ginger and chilli and stir fry on medium for a further 5 minutes. Add the curry and chilli powder paste and stir in and fry for a further 30 secs. Add the vegetables and half the Massalla Gravy and simmer for 10 minutes or until the vegetables are cooked, stirring constantly. If needed add more massalla gravy and water to prevent the curry becoming too thick or dry. Now add the finely chopped coriander leaves and cook for a further minute. Serve with the whole coriander leaves sprinkled over the top.


Indverskt Dahl (Mungbaunaréttur)

Indverskur mung baunaréttur
250 g soðnar mung baunir eða rauðar linsubaunir
650 g gulrætur, skornar í frekar stóra munnbita
4 msk olía, t.d. lífræn
2 stórir laukar, smátt skornir
1 tsk turmeric
1 tsk chilli duft
1 tsk paprika
1 tsk salt, t.d. gróft Geo salt
1 lítið höfuð af sellerýrót skorið í litla munnbita (hægt að nota t.d. sæta kartöflu eða rófu í staðinn = rótarávextir)
Einnig hægt að nota hvítlauk + engifer + marið sítrónugras ásamt lauknum ef vill.

Aðferð:
Látið baunirnar liggja í tvo tíma áður en þær eru soðnar.  Fínt að nota þang + engifer + ferskt vatn til að sjóða baunirnar upp úr.  Alltaf að hella því vatni frá baununum sem þau eru látnar liggja í.  Útvatnaðar baunir eru soðnar með örlitlu salti þar til þær eru mjúkar (stendur yfirleitt á pakkanum hver suðutími er).  Sigtið vatnið frá og stappið baunirnar örlítið saman.  Sjóðið gulræturnar í ca 10 mín, sigtið vatnið síðan frá. 
Hitið olíu í góðum potti (ágætlega stórum m.v. þennan skammt).  Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur, blandið kryddunum saman við og sellerýrótinni og steikið þar til rótin er orðin mjúk.  Blandið örlitlu vatni saman og látið sjóða í 3 mín.  Setjið síðan gulræturnar og mungbaunirnar saman við.  Hrærið vel saman.
Kannski þarf að bæta örlitlu meira vatni út í þannig að kássan sé ekki of þykk.  Kryddið endilega meira eftir smekk. 
Þessi réttur eru góður með t.d. hýðishrísgrjónum, flottu ávaxtasalati og raitusósu.  Einnig er gott að fá sér bankabygg/hýðishrísgrjón með til að fá sem mest úr næringu allra hráefnanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband