15.8.2007
Marens - grunnuppskrift
1/4 tsk. cream of tartar
4 eggjahvítur
Hægt að nota edik í stað cream of tartarÞeytt mjög vel. Prófun: Setja sleif eða annað við hendina í blönduna og lyfta úr blöndu og sjá marenstopp myndast sem er alveg stífur. Bakað í miðjum ofni við 150 gráður C í 90 mínGerir tvo marensbotna
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
250 gr smjörlíki
250 gr sykur
250 gr hveiti
2 stk egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilludropar
1/2 flaska möndludropar
grænn matarlitur
2 dl mjólk
Hrært deig, og bakast í ca. 30 mín. við 200° C í formi ca. 24 x 32 cm.
Búinn til glassúr og sett á kökuna þegar hún hefur kólnað, flórsykur og vatn.
Ég hef stundum sett rauðan matarlit út í hluta deigs og svo grænan og búið til jólamöndlukökur bara upp á gamanið.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Karamellur
2 dl mjólk eða rjóma
2 dl sykur
2 msk síróp
2 msk kakó
smásalt, má líka nota vanilludropa
allt sett í pott og soðið rólega í ca 20 - 25 mín
Þessi er fín til að rífa úr sér fyllingar
15.8.2007
Súkkulaðistangir - “Puttakökur”
210 gr smörlíki
320 gr hveiti
2 msk kakó (vel fullar)
210 gr sykur
1 stk egg
2 tsk vanilludropar eða vanillusykur
Skrautið:
1 egg
saxaðar möndlur eða kókósmjöl
Þurrefnum blandað saman og smjörlíkið mulið í , vætt með egginu og vanilludropunum.
Hnoðað. Rúllað í stengur, sem skornar eru 4 cm. langar, díft í egg (sem er búið að píska saman)
og saxaðar möndlur eða kókósmjöl. Bakað við mikinn hita í stuttan tíma því þessar eru fljótar að verða of bakaðar.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Vöfflur
2 bollar hveiti
2 bollar súrmjólk
2 tsk natron
6-7 msk sykur
3 egg
ca 100 gr smjör
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Fljótleg kornflexterta
Innihald í marengsbotna:
4 eggjahvítur
200 gr sykur
2 bollar mulið kornflex
1 tsk lyftiduft
Rjómi á milli botna
Innihald í krem ofan á köku:
100 gr ljóst súkkulaði
3 eggjarauður
1 dl þeyttur rjómi
Bökun:
Botnarnir eru bakaðir í tveimur formum með bökunarpappír undir við 150 C í 45 mín.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Gulrótarkaka tveggja laga
Innihald í eina skál:
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk kanill
2 bollar sykur
Þessu er hrært saman í einni skál (1 sykur og smjör, 2 svo egg, 3 svo öll hin þurrefnin)
Innihald í skál tvö:
1 ½ bolli matarolía
4 egg
1 bolli ananaskurl
2 bollar rifnar gulrætur
½ bolli hakkaðar valhnetur
1 tsk vanillusykur
Aðferð:
Þessu er semsagt hrært saman sitt í hvorri skálinni og síðan öllu blandað saman.
Bökun:
Sett í tvö form og bakað við 180 gráður C í ca 25 mín en ef í einu formi þá í ca 45-50 mínútur.
Innihald í krem:
½ bolli smjör/smjörvi ( ALLS EKKI SMJÖRLÍKI)
180 gr rjómaostur
1 tsk vanillusykur
2 bollar sigtaður flórsykur
Þessu er öllu hrært saman.
NOTA BENE: kakan verður að fá tækifæri til að kólna niður áður en krem er sett á hana, annars bráðnar kremið inn í hana.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Gulrótarkaka - einföld útgáfa
Innihald í köku:
2 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk natron
1 tsk kanill
1 tsk vanillusykur
1 tsk bökunarduft
1-2 dl matarolía
3 dl fínt rifnar gulrætur
Aðferð við köku:
Pískaðu saman egg og sykur í ljósa froðu. Blandaðu svo saman restinni, þó síðast gulrætur.
Bökun:
Bakað í smurðu formi í miðjum ofni við 175 gráður C í 40 mínútur
Innihald í glassúr:
50 gr rjómaostur (ég nota alltaf allan pakkann eða 200 gr)
30 gr mjúkt brauðsmjör
2 dl flórsykur (eða eftir smekk)
1 tsk vanillusykur
ATHUGIÐ:
Betra er ef kakan er aðeins byrjuð að kólna áður en kremið er sett ofan á hana.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Bakkakaka ömmu
Innihald í kökuna:
500 gr hveiti
250 gr smjörlíki
500 gr púðursykur
2 egg
3 msk kakó
½ tsk hjartarsalt
3 dl mjólk
smávegis lyftiduft
Innihald í kremið:
200 gr flórsykur
1 msk kakó
velgd mjólk
Bakað við ca 200 gráður
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007
Vínarbrauð (eins og amma bjó til)
Innihald í vínarbrauðið sjálft:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
2 tsk ger/lyftiduft
1 eggjahvíta
sulta
mjólk eftir þörfum
Ofan á vínarbrauð:
1 eggjarauða
sykur
Aðferð:
Sykur og smjörlíki hrært saman, þá er eggjahvítu bætt út í. Þá er hveiti og lyftidufti hnoðað í deigið og svo mjólk ef þarf.
Deigi deilt upp og sulta smurð innan í vínarbrauðin, þeim lokað og þau pensluð með eggjarauðu og sykri stráð yfir. Bakið við 175-200 gráður þar til tilbúið
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)