Fyrst er byrjað á því að hreinsa kjötstykkið sem keypt er. Skrapa létt af purunni efsta lagið ef hún er illa hreinsuð eins og við höfum því miður rekið okkur á alltof oft á. Því næst er gott að nota dúkahníf til þess að skera niður í puru alveg þar til niður í kjötið er komið og búa til randir yfir alla steikina. Finna til ofnfast fat sem rúmar steikina vel en er helst nógu lítið til að það umljúki hana ágætlega í ósteiktu formi en búast má við u.þ.b. 10% minnkun við steikingu. Steikin sett öfug í fatið ásamt vatni sem nær upp fyrir puruna.
I. Sett inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mín, ókryddað og allt. Þarna er puran að drekka í sig vatn sem kemur sér að góðum notum þegar við viljum fá hana til að "poppa" eða verða harða og góða við lokasteikingu.
II. Tekin út úr ofninum, vatninu hellt af steikinni. Ca 1/2 líter af vatni hellt í fatið og steikinni snúið við þannig að puran snýr upp. Núna er salti núið inn í puruna þannig að það fari örugglega nóg á hana og inn á milli fiturandanna/purunnar, smá pipar sett á líka. Gott er að bæta við eins og einum niðurskornum lauk og einhverjum gulrótarbitum í vatnið hjá steikinni til að gefa henni bragð. Það klassíska er að setja í puruna lárviðarlauf eða í vatnið sem steikin liggur í. Inn i ofn með steikina og kjarnhiti á að ná 75 gráðum, tekur ca 1 til 1,5 klst.
III. Steikin tekin út úr ofninum aftur, hitinn færður upp í 225-250 gráður og vatni hellt af steikinni. Soðið er sigtað yfir pott ef maður vill fá þessa klassíska soðsósu. Steikin látin vera inni í ofninum þar til puran hefur "poppast" vel. Einnig er miðað við að kjarnhiti fari ekki yfir 85 gráður.
Með þessu er gott að bera fram kartöflugratín (tekur oftast jafnlangan tíma og steikin en fer eftir kartöflutegundum sem notaðar eru). Ég nota kartöflur, matreiðslurjóma og smávegis krydd - mjög einföld útgáfa hreinlega.
Gott er að hita rauðkálið vel upp áður en það er borið fram. Svo er náttúrulega bara að velja meðlæti eftir smag og behag.
Heitur matur hvers konar | Breytt 9.9.2007 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007
Bjórbrauð
500 g hveiti
500 g púðursykur
1 tsk natron
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 flaska bjór (ég notaði alltaf 4,6% bjór að nafni Klassikeren í DK)
Bakast við 175 gráður C í 60-75 mín og jafnvel lengur eftir þörfum
Ath: Muna að smyrja formið og setja hveiti inn í það, annars festist brauðið í forminu
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007
Sherryfromasterta
Svampbotnar:
4 stk egg
150 gr sykur
100 gr hveiti
50 gr kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
150 gr suðusúkkulaði
Fromas:
3 stk eggjarauður
60 gr sykur
7 stk matarlím
5-8 msk sherry
2½ dl rjómi
makkarónur 10-15 st
Makkarónur:
100 gr marsipan
250 gr sykur
1 msk hveiti
2-3 eggjahvítur
Aðferð við svampbotna:
Þeytið vel saman egg og sykur, sigtið þurrefnin samana við og blandið saman með sleikju, bætið söxuðu súkkulaðinu við. Setjið í tvö lausbotna 26 cm form, bakið við 230° í 8-10 mín, bakað eins og venjulegir svampbotnar.
Aðferð við fromas:
Þeytið eggjarauðurnar og sykur, leysið upp matarlímið og setjið sherry saman við. Blandið matarlíminu út í þeytinguna og svo saman við rjómann. Blandið makkarónunum saman við fromasinn, setjið í hringform og kælið í minnst 4-6 tíma.
Aðferð við makkarónurnar:
Vinnið vel saman sykur, marsipan og hveiti, setjið hvítur rólega saman við þannig að ekki myndist kekkir, vinnið rólega saman þar til deigið er orðið slétt og fínt, sprautið á bökunarpappír og bakið við 190° í ca. 10-18 mín. allt eftir hversu stórir topparnir eru. Bakið þar til gullinbrúnt
ATH
- þessi terta geymist vel í frysti í forminu
- hentar vel til þess að nota sem grunn til að leggja marsipan ofan á og skreyta t.d. við hátíðleg tilefni eins og skírnarveislur
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007
Marengssmákökur
Innihald:
3 eggjahvítur
2 bollar kornflögur
½ bolli hakkaðar hnetur
½ tsk vanilludropar
1 bolli sykur
1 bolli kókosmjöl
½ bolli gróft saxað suðusúkkulaði
Aðferð:
Eggjahvítur og sykur stífþeytt. Öðru er blandað varlega saman við. Sett með teskeið á bökunarplötu sem hefur verið hulin með bökunarpappír. Bakað við 180 gráður C þar til kökur eru ljósbrúnar. Látið kólna aðeins áður en kökurnar eru teknar af plötunni.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Súkkulaðibitakökur Jórunnar
Innihald:
240 gr smjörlíki
1 bolli sykur
½ bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron
100 gr suðusúkkulaði
Aðferð:
Hveiti og sykri er blandað saman á borði. Smjörlíki er blandað saman við ásamt salti og natroni. Söxuðu súkkulaði og vanilludropum ásamt eggjunum bætt í og deigið hnoðað. Deigið má síðan geyma á köldum stað til næsta dags en það er þó ekki skilyrði. Deigið er mótað í litlar kúlur. Athugið að þær renna dálítið út við bökunina. Bakað við 170 gráður C hita í u.þ.b. 10 mín.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Rolo afmælisterta
Innihald í kökubotna:
2 egg
150 gr sykur
1 pakki Rolo
1 tsk lyftiduft
Aðferð við kökubotna:
Hitið ofninn í 175 gráður C . Smyrjið vel 2 x 22 sm form og stráið hveiti innan í þau. Aðskiljið eggjarauður frá eggjahvítum. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman. Bræðið Rolo súkkulaðimolana í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Hrærið örlitlu af eggjarauðukreminu saman við brædda súkkulaðið og blandið því saman við eggjarauðukremið. Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið þeim, ásamt lyftiduftinu varlega saman við eggjarauðukremið og setjið deigið í formin. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í kökuna, kemur hreinn upp. Losið botnana úr formunum og látið kólna á grind.
Innihald í marengsbotn:
3 eggjahvítur
100 gr sykur
2 pk karamellufyllt súkkulaði (Rolo)
Aðferð við marengsbotn:
Hitið ofninn í 150 gráður C. Teiknið 20 sm hring á smjörpappír. Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn. Saxið rolo-súkkulaðimolana smátt og bætið þeim varlega saman við eggjahvíturnar. Smyrjið síðan eggjahvítunum á smjörpappír og bakið í 45 mín.
Innihald í rjómaostakremi:
250 gr rjómaostur
1 dl flórsykur
1 msk smjör
1-2 msk rjómalíkjör (má sleppa)
2 msk kakó
1 ½ dl rjómi
Aðferð við rjómaostakrem:
Þeytið saman rjómaostinn, flórsykurinn og smjörið. Ef vill má bragðbæta með rjómalíkjör. Einnig er hægt að nota óáfengt kakaóessens eða kaffi. Þessu kremi er smurt yfir kökubotnana og kakó stráð yfir. Þeytið rjómann og smyrjið honum yfir kakóið. Leggið botnana hvern ofan á annan og að síðustu er marengsbotninn settur þar ofan á.
Innihald í skreytingu:
2-3 dl rjómi
kakó
Aðferð við skreytingu:
Þeytið rjómann og sprautið honum á hliðarnar á kökunni. Stráið kakóinu létt yfir kökuna og geymið hana í kæli í 4-12 klst. Skreytið með kumquast eða jarðarberjum
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Marengsfantasía
Innihald í botn:
4 egg
150 gr sykur
90 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
150 gr kókósmjöl
100 gr suðusúkkulaði, saxað
Aðferð við botn:
Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Sigtið hveitið og lyftiduftið út í eggjahræruna og blandið saman við með sleikju. Blandið að lokum kókósmjölinu og súkkulaðinu saman við, smyrjið í springform. Bakið við 200 gráður C í 8-10 mín.
Innihald í marengs:
2 eggjahvítur
120 gr sykur
100 gr suðusúkkulaði, brytjað smátt
60 gr kókósmjöl
Aðferð við marengs:
Þeytið eggjahvíturnar vel, hellið sykrinum rólega saman við, blandið súkkulaðinu og kókósmjölinu varlega saman við. Bakið við 110 gráður C í 30-40 mín.
Innihald í krem:
3 dl rjómi, þeyttur
250 gr jarðarber ( 5 stk notuð til skreytingar)
100 gr suðusúkkulaði
10 litlar makkrónukökur
Grand Marnier líkjör eða appelsínuþykkni
Aðferð við krem:
Þeytið rjómann, blandið appelsínuþykkninu eða Grand Marnier líkjörnum saman við. Hakkið jarðarberin, suðusúkkulaðið og makkarónurnar og blandið varlega saman við rjómann með sleikju. Setjið botninn á disk, setjið kremið á hann og leggið marengsinn efst. Skreytið með jarðberjum og bræddu súkkulaði.
Ath:
Tertuna er ekki hægt að geyma í frysti en botnana má geyma. Gott er að láta rjómann standa í 2-3 tíma fyrir framreiðslu.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innihald:
4 egg
200 g sykur
½ dós jarðarber
100 gr súkkulaði
2 dl sherry
6 dl rjómi
9 blöð matarlím
(1 msk sítrónusafi)
Ath:
Gott er að vera búin að rífa súkkulaðið í spænir, stappa jarðarberin og þeyta eggjahvíturnar og rjómann áður svo allt sé tilbúið til notkunar.
Aðferð:
Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman. Þá öllum öðrum vökva (sherry) bætt í . Matarlím sett í kalt vatn þar sem það er látið linast, vatninu svo hellt af því og settar 3 msk af köldu vatni og það svo brætt í vatnsbaði, matarlímsmassinn svo kældur niður að mestu og þeytt vel úr í eggjahræruna. Þá er stífþeyttum eggjahvítum og þeyttum rjóma bætt út í og síðustu er jarðarberjum og súkkulaði bætt út í. Látið inn í ísskáp og látið stífna.
500 gr hveiti
180 gr smjörlíki
250 gr sykur
1 dl sýróp
1 dl heitt kaffi
2 tsk natron
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
¼ tsk pipar
Tilbrigðið og einungis 1/2 uppskrift nema þú viljir eiga piparkökur fram að páskum
250 gr hveiti
90 gr smörlíki
125 gr sykur
1 tsk matarsódi (natron)
2 tsk engifer
2 tsk kanill
1/4 tsk pipar
1 tsk negull
1/2 dl sýróp sem er hrært saman við mjólkina
1/2 dl mjólk
Bakað við 200 gráður á C
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007
Svampbotnar
4 botnar:
280 gr. sykur
280 gr. egg þetta þeytt mjög vel saman
140 gr. kartöflumjöl
140 gr. hveiti
20 gr. lyftiduft
Bakast í 10 mín. við 210° C
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)