Hafraklattar

Innihald:

a)
1,25 bollar hveiti/spelt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill

b)
1 bolli smjör (lint)
1/2 bolli sykur/hrásykur (ég notaði hrásykur)
1 bolli púðursykur
2 tsk vanillusykur/vanillukorn (ég notaði vanillusykur)
2 egg

c)
3 bollar haframjöl
200 gr rúsínur

Aðferð:
  • Blandið a) saman í skál.
  • Hrærið b) saman í aðra skál. Fyrir þetta þarf vél eða þeytara.
  • Blandið a) og b) saman í skál. Það þarf nokkuð stóra skál, sérstaklega ef gerð er tvöföld uppskrift.
  • Bæti c) við blöndu a) og b). Ég notaði aðeins minna af rúsínum en er í uppskrift. Einnig hægt að hafa súkkulaði.
  • Á þessu stigi er deigið enn nokkuð blautt.
  • Búið til kúlur í höndunum, ca. á stærð við tómata, setjið á plötu og fletjið lítillega út. Ég var að ná svona 9 stykkjum á plötu. Athugið að klattarnir stækka í ofninum.
  • Bakið í miðjum ofni við 200° í svona ca 7-8 mínútur. Crucial að baka ekki of lengi. Þeir eiga rétt að byrja að vera brúnir. Ekki láta ykkur bregða þó klattarnir séu enn dúnmjúkir eftir baksturinn. Leyfið þeim að kólna, og þá dökkna þeir aðeins og harðna.
  • Útúr tvöfaldri uppskrift fékk ég 45 klatta, þ.e. 5 heilar plötur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband