10.9.2007
Fylltar kartöflur
15 litlar nýjar kartöflur ca 600 gr
120 g camembert, skorinn í litla bita
2 msk rifinn parmesan (verður að vera þessi ferski ekki þessi hálfþurrkaði úr dós)
beikon kurl eða steikt beikon sem er klippt/skorið í litla bita, magn eftir smekk
1 msk fínt skorin fersk salvía
2 msk brauðmolar, svolítið eftir smekk líka
salt og pipar
Ofan á: smávegis af fínt rifnum ferskum parmesan
Takið kartöflur og sjóðið þær og látið renna af þeim og kólna á meðan beikon er steikt. Steikja beikon þar til það er stökkt og látið fituna renna af því á eldhúsrúllupappír. Takið nú kartöflurnar og helmingið þær, takið mestan hluta innan úr þeim og geymið og lagið til botninn þannig að helmingarnir geti staðið stöðugir á ofnplötu. Maukið kartöfluinnihaldið sem þið tókuð úr kartöflunum og blandið við camembert, parmesan, beikon, salvíu, krydd og brauðmola. Setið þessa blöndu í kartöflurnar á ofnplötunni og inn í ofn við 190-200 gráðu hita í ca korter. Gott er að setja smávegis af rifnum ferskum parmesan yfir kartöflurnar áður en þær fara inn í ofninn.
Flokkur: Aðrar uppskriftir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.