Súkkulaðibitakökur Jórunnar

Innihald:
240 gr smjörlíki
1 bolli sykur
½ bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron
100 gr suðusúkkulaði

Aðferð:
Hveiti og sykri er blandað saman á borði.  Smjörlíki er blandað saman við ásamt salti og natroni.  Söxuðu súkkulaði og vanilludropum ásamt eggjunum bætt í og deigið hnoðað.  Deigið má síðan geyma á köldum stað til næsta dags en það er þó ekki skilyrði.  Deigið er mótað í litlar kúlur.  Athugið að þær renna dálítið út við bökunina.  Bakað við 170 gráður C hita í u.þ.b. 10 mín.


Rolo afmælisterta

Innihald í kökubotna:
2 egg
150 gr sykur
1 pakki Rolo
1 tsk lyftiduft

Aðferð við kökubotna:
Hitið ofninn í 175 gráður C .  Smyrjið vel 2 x 22 sm form og stráið hveiti innan í þau.  Aðskiljið eggjarauður frá eggjahvítum.  Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman.  Bræðið Rolo súkkulaðimolana í vatnsbaði eða örbylgjuofni.  Hrærið örlitlu af eggjarauðukreminu saman við brædda súkkulaðið og blandið því saman við eggjarauðukremið.  Stífþeytið eggjahvíturnar.  Blandið þeim, ásamt lyftiduftinu varlega saman við eggjarauðukremið og setjið deigið í formin.  Bakið í 20-25 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í kökuna, kemur hreinn upp.  Losið botnana úr formunum og látið kólna á grind.

Innihald í marengsbotn:
3 eggjahvítur
100 gr sykur
2 pk karamellufyllt súkkulaði (Rolo)

Aðferð við marengsbotn:
Hitið ofninn í 150 gráður C.  Teiknið 20 sm hring á smjörpappír.  Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn.  Saxið rolo-súkkulaðimolana smátt og bætið þeim varlega saman við eggjahvíturnar.  Smyrjið síðan eggjahvítunum á smjörpappír og bakið í 45 mín.

Innihald í rjómaostakremi:
250 gr rjómaostur
1 dl flórsykur
1 msk smjör
1-2 msk rjómalíkjör (má sleppa)
2 msk kakó
1 ½ dl rjómi

Aðferð við rjómaostakrem:
Þeytið saman rjómaostinn, flórsykurinn og smjörið.  Ef vill má bragðbæta með rjómalíkjör.  Einnig er hægt að nota óáfengt kakaóessens eða kaffi.  Þessu kremi er smurt yfir kökubotnana og kakó stráð yfir.  Þeytið rjómann og smyrjið honum yfir kakóið.  Leggið botnana hvern ofan á annan og að síðustu er marengsbotninn settur þar ofan á.

Innihald í skreytingu:
2-3 dl rjómi
kakó

Aðferð við skreytingu:
Þeytið rjómann og sprautið honum á hliðarnar á kökunni.  Stráið kakóinu létt yfir kökuna og geymið hana í kæli í 4-12 klst.  Skreytið með kumquast eða jarðarberjum


Marengsfantasía

Innihald í botn:
4 egg
150 gr sykur
90 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
150 gr kókósmjöl
100 gr suðusúkkulaði, saxað

Aðferð við botn:
Þeytið egg og sykur mjög vel saman.  Sigtið hveitið og lyftiduftið út í eggjahræruna og blandið saman við með sleikju.  Blandið að lokum kókósmjölinu og súkkulaðinu saman við, smyrjið í springform.  Bakið við 200 gráður C í 8-10 mín.

Innihald í marengs:
2 eggjahvítur
120 gr sykur
100 gr suðusúkkulaði, brytjað smátt
60 gr kókósmjöl

Aðferð við marengs:
Þeytið eggjahvíturnar vel, hellið sykrinum rólega saman við, blandið súkkulaðinu og kókósmjölinu varlega saman við.  Bakið við 110 gráður C í 30-40 mín.

Innihald í krem:
3 dl rjómi, þeyttur
250 gr jarðarber ( 5 stk notuð til skreytingar)
100 gr suðusúkkulaði
10 litlar makkrónukökur
Grand Marnier líkjör eða appelsínuþykkni

Aðferð við krem:
Þeytið rjómann, blandið appelsínuþykkninu eða Grand Marnier líkjörnum saman við.  Hakkið jarðarberin, suðusúkkulaðið og makkarónurnar og blandið varlega saman við rjómann með sleikju.  Setjið botninn á disk, setjið kremið á hann og leggið marengsinn efst.  Skreytið með jarðberjum og bræddu súkkulaði.

Ath:
Tertuna er ekki hægt að geyma í frysti en botnana má geyma.  Gott er að láta rjómann standa í 2-3 tíma fyrir framreiðslu.


Jólasherryfrómas (eins og amma bjó alltaf til)

Innihald:
4 egg
200 g sykur
½ dós jarðarber
100 gr súkkulaði
2 dl sherry
6 dl rjómi
9 blöð matarlím
(1 msk sítrónusafi)

Ath:
Gott er að vera búin að rífa súkkulaðið í spænir, stappa jarðarberin og þeyta eggjahvíturnar og rjómann áður svo allt sé tilbúið til notkunar.

Aðferð:
Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman.  Þá öllum öðrum vökva (sherry) bætt í .  Matarlím sett í kalt vatn þar sem það er látið linast, vatninu svo hellt af því og settar 3 msk af köldu vatni og það svo brætt í vatnsbaði, matarlímsmassinn svo kældur niður að mestu og þeytt vel úr í eggjahræruna.  Þá er stífþeyttum eggjahvítum og þeyttum rjóma bætt út í og síðustu er jarðarberjum og súkkulaði bætt út í.  Látið inn í ísskáp og látið stífna.


Piparkökur ömmu og tilbrigði við hennar uppskrift

Innihald:
500 gr hveiti
180 gr smjörlíki
250 gr sykur
1 dl sýróp
1 dl heitt kaffi
2 tsk natron
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
¼ tsk pipar

Tilbrigðið og einungis 1/2 uppskrift nema þú viljir eiga piparkökur fram að páskum
250 gr hveiti
90 gr smörlíki
125 gr sykur
1 tsk matarsódi (natron)
2 tsk engifer
2 tsk kanill
1/4 tsk pipar
1 tsk negull
1/2  dl sýróp sem er hrært saman við mjólkina
1/2  dl mjólk
Bakað við 200 gráður á C

Svampbotnar

4 botnar:

280 gr. sykur
280 gr. egg  þetta þeytt mjög vel saman

140 gr. kartöflumjöl
140 gr. hveiti
20 gr. lyftiduft

Bakast í 10 mín. við 210° C


Marens - grunnuppskrift

1 bolli sykur
1/4 tsk. cream of  tartar
4  eggjahvítur
Hægt að nota edik í stað cream of tartar
Þeytt mjög vel.  Prófun: Setja sleif eða annað við hendina í blönduna og lyfta úr blöndu og sjá marenstopp myndast sem er alveg stífur.  Bakað í miðjum ofni við 150 gráður C í 90 mínGerir tvo marensbotna

Blandan kage =>möndlukaka - uppskrift frá danskri ömmu

250 gr smjörlíki
250 gr  sykur
250 gr hveiti
2 stk egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilludropar
1/2 flaska möndludropar
 grænn matarlitur
2 dl mjólk

Hrært deig, og bakast í ca. 30 mín. við 200° C í formi ca. 24 x 32 cm.
Búinn til glassúr og sett á kökuna þegar hún hefur kólnað, flórsykur og vatn.
Ég hef stundum sett rauðan matarlit út í hluta deigs og svo grænan og búið til jólamöndlukökur bara upp á gamanið.


Karamellur

2 dl mjólk eða rjóma
2 dl sykur 
2 msk síróp
2 msk kakó
 smásalt, má líka nota vanilludropa
 allt sett í pott og soðið rólega í ca 20 - 25 mín

Þessi er fín til að rífa úr sér fyllingar


Súkkulaðistangir - “Puttakökur”

210 gr smörlíki
320 gr hveiti
2 msk kakó (vel fullar)
210 gr sykur
1 stk  egg
2 tsk vanilludropar eða vanillusykur

Skrautið:
1 egg
saxaðar möndlur eða kókósmjöl

Þurrefnum blandað saman og smjörlíkið mulið í , vætt með egginu og vanilludropunum. 
Hnoðað.  Rúllað í stengur, sem skornar eru 4 cm. langar, díft í egg (sem er búið að píska saman)
og saxaðar möndlur eða kókósmjöl.  Bakað við mikinn hita í stuttan tíma því þessar eru fljótar að verða of bakaðar.


Næsta síða »

Bloggfærslur 15. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband