Vöfflur

Innihald í vöfflur:
2 bollar hveiti
2 bollar súrmjólk
2 tsk natron
6-7 msk sykur
3 egg
ca 100 gr smjör

Fljótleg kornflexterta

Innihald í marengsbotna:
4 eggjahvítur
200 gr sykur
2 bollar mulið kornflex
1 tsk lyftiduft
 
Rjómi á milli botna

Innihald í krem ofan á köku:
100 gr ljóst súkkulaði
3 eggjarauður
1 dl þeyttur rjómi

Bökun:
Botnarnir eru bakaðir í tveimur formum með bökunarpappír undir  við 150 C í 45 mín.


Gulrótarkaka tveggja laga

Innihald í eina skál:
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk kanill
2 bollar sykur

Þessu er hrært saman í einni skál (1 sykur og smjör, 2 svo egg, 3 svo öll hin þurrefnin)

Innihald í skál tvö:
1 ½ bolli matarolía
4 egg
1 bolli ananaskurl
2 bollar rifnar gulrætur
½ bolli hakkaðar valhnetur
1 tsk vanillusykur

Aðferð:
Þessu er semsagt hrært saman sitt í hvorri skálinni og síðan öllu blandað saman.

Bökun:
Sett í tvö form og bakað við 180 gráður C í ca 25 mín en ef í einu formi þá í ca 45-50 mínútur.

Innihald í krem:
½ bolli smjör/smjörvi ( ALLS EKKI SMJÖRLÍKI)
180 gr rjómaostur
1 tsk vanillusykur
2 bollar sigtaður flórsykur

Þessu er öllu hrært saman.

NOTA BENE:  kakan verður að fá tækifæri til að kólna niður áður en krem er sett á hana, annars bráðnar kremið inn í hana.


Gulrótarkaka - einföld útgáfa

Innihald í köku:
2 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk natron
1 tsk kanill
1 tsk vanillusykur
1 tsk bökunarduft
1-2 dl matarolía
3 dl fínt rifnar gulrætur

Aðferð við köku:
Pískaðu saman egg og sykur í ljósa froðu.  Blandaðu svo saman restinni, þó síðast gulrætur. 

Bökun:
Bakað í smurðu formi í miðjum ofni við 175 gráður C í 40 mínútur

Innihald í glassúr:
50 gr rjómaostur (ég nota alltaf allan pakkann eða 200 gr)
30 gr mjúkt brauðsmjör
2 dl flórsykur (eða eftir smekk)
1 tsk vanillusykur

ATHUGIÐ:
Betra er ef kakan er aðeins byrjuð að kólna áður en kremið er sett ofan á hana.


Bakkakaka ömmu

Innihald í kökuna: 
500 gr hveiti
250 gr smjörlíki  
500 gr púðursykur 
2 egg
3 msk kakó
½ tsk hjartarsalt
3 dl mjólk
smávegis lyftiduft

Innihald í kremið:
200 gr flórsykur
1 msk kakó
velgd mjólk

Bakað við ca 200 gráður


« Fyrri síða

Bloggfærslur 15. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband