Ostafyllt pasta í rjómalagaðri Alfredo sósu með steiktum kjúklingabitum og sólþurrkuðum tómötum
Innihald
Ferskt Buitoni pasta með ostafyllingu
2 kjúklingabringur
Season-All krydd
Handfylli sveppir
1-2 rif hvítlaukur
Smjör
2-3 msk. hveiti
Rjómi
Kjúklingasoð/grænmetissoð (1 grænmetisteningur í soðnu vatni)
1/2 til 1 bolli Parmesan ostur
Sólþurrkaðir tómatar (má sleppa ef vill)
Steinselja/Basil
Salt
Pipar
Aðferð
Skera niður og steikja sveppi og hvítlauk í smjöri. Setja á disk og geyma.
Skera kjúkling í bita (kubba), krydda með Season-All og steikja á pönnu. Geyma með sveppunum.
Sjóða pastað (passa að sjóða ekki of mikið, sjóða frekar aðeins of lítið en of mikið!), slökkva undir, sigta vatnið frá og geyma pastað í pottinum.
Á meðan pastað sýður, er kominn tími til að búa til Alfredo sósuna - bræða 2-3 msk. smjör á pönnu við vægan hita og hræra út í ca. tvær msk hveiti. Blanda út í rjóma, kjúklinga/grænmetissoði og parmesan osti eftir smekk og þykkju (getur stjórnað þykkjunni í sósunni með parmesanostinum).
Þegar sósan er orðin nógu þykk er sveppunum og kjúklingnum bætt út í ásamt sólþurrkuðum tómötum (skera niður tómatana í strimla ef stórir bitar). Krydda með basil/steinselju, salti og pipar (eftir smekk). Setja pastað út í (eða setja allt í pastapottinn) og leyfa pastanu að hitna aðeins.
Heitur matur hvers konar | Breytt 14.8.2007 kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007
Humarforréttur
Humar
2-3 hvítlauksrif
paprika
laukur
sveppir
sett á pönnur eða í pott og brúnað
Hvítlauksostur (með eða án dills)
Rjómaostur
Rjómi
Sett í pönnu eða pott og hrært saman í góða sósu (ég set smá kraft út í , nauta og/eða grænmetiskraft)
grænmetið sett út í
Þessa sósu má gera áður og láta standa
Humar
Hörpudiskur
Rækjur
Humar og hörpudiskur brúnað aðeins í smjöri og sett svo í heita sósuna ásamt rækjum og borið fram með góðu brauði
Heitur matur hvers konar | Breytt 14.8.2007 kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007
Grænir sjeikar & djús
grænn djús
300g spínat frá himneskri hollustu (eða annað dökkgrænt t.d. klettasalat eða grænkál)
4-5 sellerístilkar
2-3 græn epli
1 lime
2 cm engiferrót
- allt sett í gegnum djúsvél
- gott að drekka með klaka útí
möndlumjólk
1 dl möndlur
4 dl vatn
- allt sett í blandara & blandað vel saman
- sigtað & tilbúið
- hægt að setja ¼ tsk vanilluduft & 4 döðlur útí
berjahristingur með grænu tedufti
1 dl vatn
4 dl frosin hindber eða jarðaber
1-2 banani
½ - 1 bréf af original green tea powder
- setjið allt í blandara & blandið þar til silkimjúkt
sætur vínberja & spínat
400 g græn steinalaus vínber
4 sellerístilkar, skornir í litla bita
100 g hnefi spínat frá himneskri hollustu
¼ stk lime, afhýtt & steinhreinsað
setjið vínberin í blandarann & blandið vel
setjið selleríið & spínatið útí & blandið, bætið avókadóinu útí & blandið vel
grænn & suðrænn
1 dl vatn eða möndlumjólk
150 g ferskur ananas eða papaja, afhýtt & steinhreinsað
8-10 jarðaber
100 g frosið eða ferskt mangó
1 banani ferskur eða frosinn afhýddur & skorinn í bita
50 g spínat frá himneskri hollustu
5 myntulauf
- allt sett í blandara & blandað vel saman
grænn tedrykkur
1 bréf grænt teduft Original Green Tea Powder frá Pharma Green
½ - 1 ½ ltr. vatn eða sódavatn (t.d. með sítrónubragði)
lime eða sítrónusneið
setjið teduftið út í vatn eða sódavatn & kreistið smá lime eða sítrónu útí
njótið
grænn mangó
3 dl vatn eða möndlumjólk
100 gr babyleaf blanda frá himneskri hollustu
1 stk eða 200 g mangó, afhýtt & skorið frá steininum
½ banani, afhýddur & skorinn í bita
½ avókadó, afhýtt steinhreinsað & skorið í bita
1 lime, afhýtt & steinhreinsað
10 blöð sítrónumelissa
allt sett í blandara í uppgefinni röð & blandað vel saman
hægt að nota 1 banana & sleppa avókadóinu eða 1 avókadó & sleppa banananum
græn & bláberja bomba
3 dl möndlumjólk (eða vatn)
100 gr spínat frá himneskri hollustu
4 dl frosin eða fersk bláber
1 banani
1 cm engiferrót, afhýdd
- allt sett í blandara í uppgefinni röð & blandað saman
grænn epla & sellerí senuþjófur
3 dl vatn eða vatnið innan úr young coconut eða möndlumjólk
50 g klettasalat frá himneskri hollustu
2 græn epli, lífræn frá Earth bound farm - fást í Hagkaup
80 g sellerírót, í litlum bitum
1 banani, afhýddur & skorinn í bita
- allt sett í blandara í uppgefinni röð & blandað vel saman
grænn & kryddaður
4 dl vatn innan úr young coconut eða venjulegt vatn
½ - 1 lime, afhýdd & steinhreinsað
100 g spínat
25 g ferskur kóríander
100 g agúrka
50 g spírur
1 grænt epli
1 hvítlauksrif
5 g eða smá bútur ferskur engifer
1 limelauf
1 daðla
smá sjávarsalt
- allt sett í blandara í uppgefinni röð & blandað vel saman
1 bréf grænt teduft Original Green Tea Powder frá Pharma Green
½ - 1 ½ ltr. vatn eða sódavatn (t.d. með sítrónubragði)
lime eða sítrónusneið
setjið teduftið út í vatn eða sódavatn & kreistið smá lime eða sítrónu útí
njótið
Drykkir og hristingar | Breytt 14.8.2007 kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ostablandan
900 g rjómaostur
3,6 egg
1,35 bolli sykur
5,4 dl sýrður rjómi við stofuhita
2,7 msk maíssterkja
0,9 msk nýkreistur sítrónusafi
0,9 msk vanillusykur
225 g smjör
Botn
1 kassi Graham crackers kex
½ bolli pekan hnetur, fínt saxaðar (einnig hægt að nota valhnetur eða aðrar hnetur, jafnvel hnetublöndu)
250 g smjör
Nota á 20 cm smelluform en uppskrift fyllingar miðast við 18 cm smelluform.
Smyrja form m/grænmetisolíu, annarri bragðlítilli olíu eða smjöri
Blandið hráefninu í borninn saman í skál. Blandan á að vera rök svo að hún klístrist en ekki þannig að hún sé blaut.
Þrýstið 2/3 af blöndunni í botninn og hliðarnar á forminu, geymið afganginn til að setja ofan á kökuna
Í annarri skál er blandað saman rjómaosti og sykri og það hrært þar til blandan er orðin eins og silki.
Brjótið eitt egg í einu og hrærið saman við blönduna og hrærið vel á milli.
Bætið þá sýrða rjómanum saman við ásamt restinni af þurrefnunum og blandið öllu vel saman
Bætið þá sítrónusafanum og smjörinu saman við og hrærið vel
Blandan ætti að vera mjög mjúk og falleg
Þeytið nú létt blönduna í ca 5 mín með þeytara, en ef notuð er hrærivél skal aðeins hrært í eina mínútu
Hellið blöndunni í formið og dreifið restinni af blöndunni í botninn yfir
Setjið kökuformið á bökunarpappír í óhitaðan ofn og bakið við 160 gráður á C
Bakið í ca 1 ½ klst eða þar til toppurinn á kökunni byrjar að brotna.
Slökkvið þá á ofninum og opnið hann örlítið
Látið kökuna sitja í ofninum þar til hún er næstum orðin köld, ca 2 tíma
Takið þá kökuna úr ofninum og kælið í forminu í ísskáp yfir nótt
Næsta dag er hún tekin úr ísskápnum og svo úr forminu rétt áður en hún er borin fram
12.8.2007
Flaxseed Muffins
Cooking Time: 17 mins
A savory muffin packed with Omega-3 and fiber.
Ingredients:
1 cup stoneground whole wheat flour
1/2 cup flaxseed meal
1/2 cup wheat bran
1 tsp baking powder
1/2 tsp salt
1 Tbsp olive oil
1/4 cup egg substitute
1 cup buttermilk
1 Tbsp molasses Directions:
Mix dry ingredients seperately. Combine Egg substitute, buttermilk and molasses and stir until molasses is distributed evenly in the liquid. Stir liquid into dry ingredient slowly and blending until all the dry ingredients are moistened.Spoon into muffin tin. Makes 12 small muffins. Bake for 17 minutes in 450°F oven.
Variations:
Muffins can be frozen. These are savory muffins and would make a nice dinner accompaniment.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt 15.8.2007 kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007
Parmaskinka fyrir 4 - forréttur
8 sneiðar af parmaskinku t.d. Fiorucci
2 mozzarella ostakúlur, rifnar gróft
2 ferskar fíkjur
100 g ristaðar furuhnetur
ólífuolía
balsamedik
maldonsalt + svartur pipar
Setja á 4 diska eða á fat.
Setja skinku, ost og fíkjubáta á fat/diska.
Hellið ólífuolíu og balsamediki yfir eftir smekk.
Sáldrið furuhnetum yfir.
Saltið og piprið.
Gott að bera fram með grissini.
Aðrar uppskriftir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007
Bernaisesósa - quick and dirty
3 eggjarauður
1-2 tsk bernaise essence
kjötkraftur eftir smekk
1/2 tsk estragon
smá salt.
Bræðið smjörið í potti, hafið það samt ekki of heitt. Þeytið eggjarauðurnar vel í kitchen-aid hrærivél (stálskál), bætið útí bernaise essence. Gott er að fleyta froðu af smjöri því þá verður sósan einsleitari. Hellið smjörinu saman við í mjórri bunu og þeytið vel á meðan.
Bragðbætið með kjötkraftinum, estragoninu (og salti ef þarf).
Sósur | Breytt 14.8.2007 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)