22.5.2010
Döðlukonfekt
360 g döðlur
240 g smjör
120 g púðursykur
Döðlur eru saxaðar með hníf og settar í pott ásamt smjöri og púðursykri. Brætt saman og hrært með sleif.
3 bollar rice crispies bætt út í pottinn og hrært saman.
Allt sett í form sem verður að vera klætt eða bara álform. Eitthvað sem auðvelt með að losa af konfektinu því það er verulega klístrað eins og gefur að skilja. Blöndunni þjappað og hún kæld.
300 g suðusúkkulaði venjulegt brætt í vatnsbaði og hellt yfir. Sett í ísskáp og látið storkna. Skorið í litla 2,5 cm * 2,5 cm teninga. Gott er að taka konfektið úr ísskápnum nokkru áður en það er borðað svo súkkulaðið jafni sig aðeins.
5.5.2010
Sætkartöflusúpa
2 msk smjör
1 laukur, gróft saxaður
1 miðlungsstór blaðlaukur, gróft saxaður (ekki dökkgræni hlutinn)
2 hvítlauksrif, smátt skorin
7-800gr sætar kartöflur, skornar í bita
1 ltr grænmetissoð (má vera kjúklingasoð)
1 kanilstöng
¼ tsk múskat
3 dl matreiðslurjómi
2 matskeiðar hlynsíróp
Bræðið smjörið í potti við meðalhita og bætið lauknum út í og látið krauma í u.þ.b. 5 mín. Bætið næst við blaðlauknum og hvítlauknum og látið krauma í 5 mín tilviðbótar.
Þegar laukurinn er orðinn glær og mjúkur bætið þá við sætu kartöflunum, grænmetissoðinu, kanilstönginni og múskatinu. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í 30 mín.
Takið kanilstöngina upp úr og maukið súpuna. Hægt er að nota töfrasprota eða ausa súpunni í skömmtum í matvinnsluvél.
Þegar búið er að mauka súpuna er rjómanum og hlynsírópinu bætt við og súpan látin hitna vel í gegn.
Tillaga að því sem hægt er að gera við valhnetukjarna og setja ofan á sætkartöflusúpuna:
strá smá sykri og salti á þær, setja nokkra edikdropa og pínulitla smjörklípu og velta þeim saman í skál, svo á plötu og inn í ofninn 150 gráður í 15 mín og leyfa þeim svo að kólna. Grófsaxa þær svo og strá ofan á súpuna. Einnig gott að strá nokkrum bitum af gráðaosti yfir súpuna (ekki of mikið annars yfirgnæfir osturinn bragð súpunnar).
Heitur matur hvers konar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010
Hráfæðiskaka
Botn:
2 bollar möndlur
2 bollar döðlur
Leggja döðlurnar í bleyti í 20 mín. Hakka möndlurnar í matvinnsluvél eða blender. Möndlur og döðlur eru hakkaðar í matvinnsluvél og sett í form sem hefur verið klætt með bökunarpappír og botninn þá kældur.
Krem:
2 bananar
1 lítið avókadó eða 1/2 stórt
5 msk kókosolía (brædd undir heitu vatni)
5 msk hreint kakó
5 msk agave síróp
Allt nema kókosolían sett í matvinnsluvél og unnið vel saman og að síðustu er kókosolíunni hellt í blönduna á meðan matvinnsluvélin er í gangi. Krem er smurt ofan á botn og kælt. Gott er að rista kókosflögur og setja ofan á kökuna áður en hún er kæld.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010
Hjónabandssæla
250 g smjörlíki
200 g sykur
280 g hveiti
150 g haframjöl
1 tsk natron
1 egg
Rabarbarasulta
Passar vel í tvö 24 cm form og bakað í ca 20 mín v/200 gráður
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009
Oreo ostakaka
1 pakki Royal vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar
1 peli rjómi
200 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
24 Oreo kexkökur
Hrærið saman vanillubúðingnum, mjólkinni og vanilludropunum. Setjið í ísskáp í 5 mín. Hrærið saman flórsykri og rjómaosti. Þeytið rjómann og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við svo úr verði ljóst mauk. Myljið Oreo kexkökurnar í duft í blender. Skiptist á að setja í form kexduft og ljósa kremið. Gott er að setja kremið í sprautupoka til að sprauta því yfir kexduftið. Endið á kökumylsnu. Setjið ostakökuna í frysti og takið út um það bil einum og hálfum tíma áður en hún er borin fram.
2.11.2009
Haframjölsbollur
1½ dl haframjöl
3 dl vatn
1/2 pk þurrger (eða 25 gr pressuger)
2 dl rifnar gulrætur
1-2 dl jógúrt
2 msk olía
1 tsk salt
ca 500 gr hveiti
Setjið haframjöl og vatn í pott og sjóðið í 1-2 mín og hrærið í á meðan. Þegar þetta er orðinn hafragrautur er potturinn tekinn af hellunni.Kælið grautinn þar til hann er kaldur. Setjið gulrætur, jógúrt, olíu og salt í og hrærið vel saman. Blandið hveitinu og gerinu saman og hrærið saman við grautinn. Deigið á að vera frekar blautt og klístrað. Setjið svo deigið í ísskápinn og látið hefast þar yfir nótt.Formið bollur með skeið. Látið þær hefast á bökunarplötu í 15 mín. Bakið v. 200°C í ca 18 mín. í miðjum ofni.
Tillögur:
1 dl rúsínur í deigið eða
4 msk hörfræ eða
1 dl heslihnetuflögur
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009
Hafraklattar
a)
1,25 bollar hveiti/spelt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill
b)
1 bolli smjör (lint)
1/2 bolli sykur/hrásykur (ég notaði hrásykur)
1 bolli púðursykur
2 tsk vanillusykur/vanillukorn (ég notaði vanillusykur)
2 egg
c)
3 bollar haframjöl
200 gr rúsínur
Aðferð:
- Blandið a) saman í skál.
- Hrærið b) saman í aðra skál. Fyrir þetta þarf vél eða þeytara.
- Blandið a) og b) saman í skál. Það þarf nokkuð stóra skál, sérstaklega ef gerð er tvöföld uppskrift.
- Bæti c) við blöndu a) og b). Ég notaði aðeins minna af rúsínum en er í uppskrift. Einnig hægt að hafa súkkulaði.
- Á þessu stigi er deigið enn nokkuð blautt.
- Búið til kúlur í höndunum, ca. á stærð við tómata, setjið á plötu og fletjið lítillega út. Ég var að ná svona 9 stykkjum á plötu. Athugið að klattarnir stækka í ofninum.
- Bakið í miðjum ofni við 200° í svona ca 7-8 mínútur. Crucial að baka ekki of lengi. Þeir eiga rétt að byrja að vera brúnir. Ekki láta ykkur bregða þó klattarnir séu enn dúnmjúkir eftir baksturinn. Leyfið þeim að kólna, og þá dökkna þeir aðeins og harðna.
- Útúr tvöfaldri uppskrift fékk ég 45 klatta, þ.e. 5 heilar plötur.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009
Marsipaneplakaka
Botn:
200 g hveiti
150g smjör
1 stk eggjarauða
1 msk vatn
Fylling:
3-4 græn epli (fer allt eftir stærð þeirra og jafnvel færri ef þarf)
200 g hrámarsipan
250 g sykur
1 dl matreiðslurjómi
2-3 msk kanilsykur
Vinnið hráefnið í botninn rólega saman með káinu, kælið deigið 15 mín. Fletjið deigið út í eldfast mót upp á kantana, setjið smjörpappír í og fyllið af hrísgrjónum. Bakið við 180 gráður í 10 mínútur. Fjarlægið grjónin og bakið í 10 mín. Skrælið eplin og kjarnhreinsið, skerið niður og dreifið vel yfir botninn. Vinnið saman marsipan og sykur og blandið matreiðslurjómanum saman við. Vinnið þar til kekkjalaust. Stráið kanilsykri yfir eplin og setjið marsipan yfir, setjið svo aftur kanilsykur yfir. Bakið í 180 gráður í 40-45 mín. Berið kökuna volga fram með vanilluís eða rjóma.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2009
Súkkulaðipæ með marengs
Botn:
225 g digestivekex m/dökku súkkulaði
4 msk bráðið smjör
Fylling:
3 eggjarauður
4 msk sykur
4 msk maizenamjöl
6 dl mjólk
100 dökkt bráðið súkkulaði
Marengs:
3 eggjahvítur
150 g sykur
1/2 tsk vanillusykur
Kexið er sett í blender og hakkað í tætlur. Því næst er smjöri blandað við það og þessari blöndu komið fyrir í pæforminu og þrýst upp við kantana. Ágætt að miða við að pæformið sé 23 cm í þvermál.
Fylllingin er gerð þannig að eggjarauðurnar, sykur og maizenamjöli er hrært saman þar til það myndar létt mauk og ef nauðsynlegt reynist þá er ágætt að nota örlítið af mjólkinni til að fá blönduna til að verða betri. Annars er afgangnum af mjólkinni hellt í pott og hún hituð rólega upp þar til sýður næstum á henni. Því næst er mjólkinni hellt hægt í eggjablönduna á meðan hrært er í henni. Eggjamjólkurblöndunni er síðan hellt í pottinn aftur og blandan hituð rólega upp þar til hún verður þykkari. Brædda súkkulaðinu er að síðustu hrært í og þessu hellt yfir botninn.
Marengsinn er þeyttur á nokkuð hefðbundinn hátt. Byrjað á því að þeyta eggjahvítur þar til stífar og 2/3 af sykrinum svo hellt smám saman í og þeytt áfram þar til blandan er stíf marengsblanda. Afganginum af sykrinum og vanillusykri er svo blandað við marengsblönduna.
Marengsnum er dreift yfir fyllinguna þannig að hann myndi lok yfir pæið og hann mótaður að vild. Þetta er bakað við 160 gráður í miðjum ofni í 30 mín eða þar til marengsinn er gylltur. Best er að bera þetta fram heitt eða volgt með vanilluís.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009
Naan brauð (hefunartími 1,5 klst)
2/3 bolli (ca 160 ml) volgt vatn
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
2 bollar (300 g) hveiti
1 tsk salt
4 msk ghee / olía
2 msk jógúrt/AB mjólk
2 tsk kalonji (svört laukfræ)
Hrærðu saman vatni, geri og sykur í skál þar til gerið er uppleyst og leyfið þessu að standa í 10 mín. Sigta hveiti og salt í stóra skál og bæta við gerblöndu, helming olíunnar og öllu jógúrtinu. Blandið saman í mjúkt deig og hnoðið svo í smátíma þar til blandan er mjúk og góð. Setjið deig í stóra olíuborna skál, hyljið og leyfið þessu að hefast í 1,5 klst eða þar til deigið er orðið helmingi stærra. Hnoðið deigið aftur saman eftir að það hefur fengið að hefast og skiptu því í 6 jafna hluta og flettu það út í naan sem eru ca 20 cm stór í þvermál. Nota þarf ofngrind og setja álpappír ofan á hana sem hefur verið smurð olíu. Eldið naan brauðin eitt í einu í ca 2 mín undir grilli þar til það er aðeins byrjað að brúnast og taka sig. Svo á að smyrja naan brauðið með olíunni sem eftir var og henda nokkrum laukfræjum á og grilla það áfram í ca 30 sek. Gott er að nota líka hvítlauk í stað laukfræja.
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)