2.11.2009
Oreo ostakaka
1 pakki Royal vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar
1 peli rjómi
200 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
24 Oreo kexkökur
Hrærið saman vanillubúðingnum, mjólkinni og vanilludropunum. Setjið í ísskáp í 5 mín. Hrærið saman flórsykri og rjómaosti. Þeytið rjómann og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við svo úr verði ljóst mauk. Myljið Oreo kexkökurnar í duft í blender. Skiptist á að setja í form kexduft og ljósa kremið. Gott er að setja kremið í sprautupoka til að sprauta því yfir kexduftið. Endið á kökumylsnu. Setjið ostakökuna í frysti og takið út um það bil einum og hálfum tíma áður en hún er borin fram.
Flokkur: Aðrar uppskriftir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.