Smjörkjúklingur (indverskt)

1 kg kjúklingabringur
2 tsk garam masala
2 tsk mulinn kóríander
3/4 tsk chilli duft
2 tsk rifinn ferskur engifer
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk hvítvínsedik
1/4 bolli (60 ml) tómat paste
1/2 bolli (125 ml) jógúrt
80 g smjör
1 stór (200 g) fíntsaxaður laukur
1 kanilstöng
4 kardamommufræ sem rist er í endilöng
1 tsk salt
3 msk paprika
425 g tómat puree
3/4 bolli kjúklingasoð
1 peli matreiðslurjómi

Aðferð:  Byrjið á því að hluta kjúklingabringurnar í 3 hluta (m.v. að þær séu litlar).  Hrærið saman garam masala, kóríander, chillidufti, engiferi, hvítlauk, ediki, tómatpaste og jógúrt og það er marineringin.  Veltið kjúklingabitunum vel upp úr marineringunni og hyljið og kælið yfir nótt.  Eldun:  Hita smjör í stórum potti ásamt lauknum, kanilstöng og kardamommufræjunum.  Eldið og hrærið þar til laukur hefur brúnast aðeins.  Bætið kjúkling út í þetta og eldið í 5 mín.  Bætið salti, papriku, tómatpuré og kjúklingasoði út í og leyfið þessu að malla í 10 mín og passið að hræra í stöku sinnum.  Bætið að síðustu rjómanum út í að leyfið að malla áfram í 10 mín eða þar til kjúklingur er orðinn meyr. 

Gott er að bera þetta fram með heimatilbúnu Naan brauði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband