Marengsterta m/súkkulaði og kókos

Botnar:
4 stk eggjahvítur
200 g sykur
100 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl

Á milli botna:
peli af rjóma
1/2 dós niðursoðin jarðarber
50 g fínt saxað suðusúkkulaði
2 msk flórsykur
og fersk jarðarber til skrauts

Þeyta eggjahvítur og sykur vel saman.  Blanda varlega úr í söxuðu súkkulaði og kókosmjöli með sleikju.  Bakað við 160 gráður sem tveir botnar á plötu í ca 40-45 mín.  Á milli botnanna fer svo þeyttur rjómi, sigtaður flórsykur sem blandað er við ásamt söxuðu súkkulaði  og stöppuðum jarðarberjum.  Kæla í nokkra klukkutíma en tertan er best daginn eftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband