Bhaji með blómkáli, baunum og kartöflum

Dæmigerður Bhaji grænmetisréttur frá N-Indlandi úr kartöflum (aloo), grænum baunum (mattar) og blómkáli (gobi)

2 msk olía eða ghee
1 stór (200 g) laukur, skorinn í sneiðar
2 kramdir hvítlauksgeirar
1 msk paprikuduft
2 tsk garam masala
2 tsk kúmenduft (cumin)
6 kardamommubelgir
4 negulnaglar
8 karrýlauf
1/3 bolli (ca 30g) rifinn kókoshneta
1/2 bolli (125 ml) vatn
400 ml dós kókosmjólk
2 tsk salt
4 meðalstórar (800g) kartöflur, óskrældar og skornar í fjórðunga eða stóra bita
1 lítið blómkálshöfuð (1 kg) skorið niður í bita
1 bolli (125 g) grænar baunir (ekki niðursoðnar heldur ferskar eða frystar)

Byrja skal á því að hita olíu í potti og mýkja upp hvítlauk og lauk þar til laukinn er léttbrúnaður.  Í þetta er öllu kryddi bætt út í og hrært í þar til kryddblandan angar vel.  Þá er bætt við karrýlaufum, kókoshnetu, vatni, kókosmjólk, salti og kartöflum og þetta látið simra undir loki í ca korter eða þar til kartöflurnar byrja að mýkjast aðeins.  Þá er blómkáli bætt út í og réttinum leyft að simra áfram undir loki í 10 mín eða þar til blómkálið hefur mýkst.  Að síðustu er baununum blandað við og leyft að hita í gegn í réttinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband