11.1.2009
Fljótandi súkkulaðikaka
300 g dökkt súkkulaði
120 g smjör
60 g sykur
2 egg og 3 eggjarauður
5 msk hveiti
1/2 tsk lyftiduft
100 g hvítt saxað súkkulaði
3/4 bolli mjólk
örlítið salt
Bræðið súkkulaði og smjör við vægan hita og látið kólna aðeins. Því næst eru egg og sykur hrærð þar til létt og ljóst. Þá er bræddu súkkulaðiblöndunni blandað við þeyttu eggin síðan þurrefni blönduð út í ásamt mjólk og þetta hrært varlega saman. Sett í mót þar sem blandað verður að vera 3 cm þykk að minnsta kosti. Hvítu súkkulaði er stráð yfir og hrært lítillega í . Bakað við 220 gráður frekar ofarlega í ofninum í ca 12-15 mínútur. Kakan á að loka sér að ofan en vera mjúk og fljótandi undir yfirborðinu þannig að yfirborð bylgjast upp ef mótið er hreyft. Ef kakan er ekki nógu vel bökuð er hún bökuð í 2 mínútur í einu til viðbótar þar til hún er fullbökuð að ofan en ennþá mjúk inni í kökunni. Ef hún er bökuð lengi þá fullbakast hún og líkist meira hefðbundinni súkkulaðiköku.
Best er að berja kökuna volga fram með góðum vanilluís (t.d. gamla ísnum frá Vesturbæjarísbúðinni) eða rjóma
Flokkur: Kökur, brauð og annað bakað | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.