18.1.2008
Kókosbollueftirréttur
Jarðaber
Bláber
Bananar
og ýmsir aðrir ávextir eftir því sem til er (þó ekki sítrusávextir)
Kókosbollur 1-2 pakkar
Súkkulaði, saxað
Þeyttur rjómi eða ís
Ávextirnir eru skornir niður í bita og lagðir í ofnfast fat. Þar ofan á er dreift söxuðu súkkulaði eftir smekk. Kókosbollur skornar í tvennt og skurðarsárið látið snúa upp þegar þeim er raðað ofan á ávextina. Þetta er svo bakað við 150 gráður í 5-10 mín eða þar til kókosbollurnar byrja að dökkna örlítið.
Borið fram með þeyttum rjóma eða ís
Meginflokkur: Aðrar uppskriftir | Aukaflokkur: Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.