Kókoshvolfkaka með pekanhnetum

40 g smjör
70 g púðursykur
50 g kókosmjöl
100 g pekanhnetur
80 g súkkulaði saxað

Hitið ofninn í 180 gráður.  Bræðið smjör og setjið í skál, bætið púðursykri, kókosmjöli, pekanhnetum og súkkulaði saman við.  Setjið blönduna í botninn á smjörpappírsklæddu smelluformi.

Deig:
100 g smjör, mjúkt
100 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
100 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft

Hrærið saman smjör og sykur.  Bætið eggjum út í, fyrst öðru svo hinu og síðan vanilludropunum, hrærið vel saman.  Sigtið hveiti og lyftiduft út í og hrærið sman.  Smyrjið deiginu ofan á kókosblönduna.  Bakið kökuna í 25-30 mín og berið fram með þeyttum rjóma. 

Tekið úr kökublaði Gestgjafans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband