17.9.2007
Kjúklingur með skinku og osti
Þetta er einungis svona hálfdrættingur af uppskrift en hún breytist í hvert sinn sem ég bý þetta til eftir því hvaða hráefni eru til staðar.
Steikja skinkusneiðar og hafa cheddarostsneiðar tilbúnar sem geta þakið skinkusneiðarnar. Jafnmargar skinkusneiðar þarf og kjúklingabringur. Nú eru kjúklingabringur eftir þörfum steiktar hægt og rólegar, byrjað á því að "loka" þeim og svo er smám saman hellt rjóma með og hann látinn malla í sósu og kjúklingabringurnar soðnar í rjómanum. Fínt að hafa smátt skorinn rauðlauk í rjómanum og leyfa honum að malla með en að síðustu eru svitsuðum sveppum og rauðri papriku dembt í. Gott er að krydda kjúklingabringurnar sem alls konar söltu kryddi eftir smekk því rauðlaukurinn gerir rjómasósuna vel sæta. Þegar kjúklingabringurnar hafa fengið að malla í rjóma og hann soðnað niður í sósu er skinka og ostur sett ofan á hverja bringu og látið liggja á þar til osturinn hefur bráðnað og þá er rétturinn tilbúinn.
Gott er að baka kartöflubáta við 200 með þessu. Kartöflur skornar í 6-8 báta eftir stærð og bakað í ca 40 mín en það er ofboðslega mismunandi hvað þær þurfa langan tíma inni í ofninum þannig að um að gera að hafa tímann fyrir sér í því.
Flokkur: Heitur matur hvers konar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.