5.9.2007
Dry Chicken Curry
Þetta er sterkur réttur fyrir ca 6 manns eða 3 gráðuga - fer eftir magamáli og kryddþoli
2 msk ghee (nota nú bara olíu)
2 millistórir saxaðir laukar eða ca 300 gr
6 karrýlauf, rifin
1 tsk cumin fræ (ekki kúmen þó en ég veit ekki hvað þetta skilgreinist sem á íslensku)
1 tsk svört sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin fersk engiferrót
1 tsk garam masala
1 tsk mulið turmeric
1/2 tsk chilli duft
1 tsk fínt salt
1 kg af kjúklingalæri (ég nota oftast kjúklingabringu)
1/2 bolli vatn
1 msk söxuð fersk kóríanderlauf
1. Hitið ghee/feiti í stórum potti, eldið lauk þar til hann er byrjaður að brúnast dulítið.
2. Bætið við laufum (þó aldrei ferskum kryddjurtum svona snemma), fræjum, hvítlauk, engifer, muldum kryddtegundum og salti, hrærið og leyfið að hitna þar til lyktin hefur heltekið nasirnar.
3. Kjúklingur settur í pottinn og hrært þar til kryddblandan umlykur hann.
4. Vatni hellt ofan á og leyft að malla undir loki í u.þ.b. 30 mín. Sjóðið óhulið áfram í u.þ.b. 15 mín eða þar til mestur vökvinn er horfinn.
5. Hrærið í ferskum kryddjurtum rétt áður en borið er fram
Fínn réttur til að búa til deginum áður og vel hægt að frysta líka skammta til að eiga eða fara með í vinnuna.
Flokkur: Indverskur matur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.