15.8.2007
Marengsfantasía
Innihald í botn:
4 egg
150 gr sykur
90 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
150 gr kókósmjöl
100 gr suðusúkkulaði, saxað
Aðferð við botn:
Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Sigtið hveitið og lyftiduftið út í eggjahræruna og blandið saman við með sleikju. Blandið að lokum kókósmjölinu og súkkulaðinu saman við, smyrjið í springform. Bakið við 200 gráður C í 8-10 mín.
Innihald í marengs:
2 eggjahvítur
120 gr sykur
100 gr suðusúkkulaði, brytjað smátt
60 gr kókósmjöl
Aðferð við marengs:
Þeytið eggjahvíturnar vel, hellið sykrinum rólega saman við, blandið súkkulaðinu og kókósmjölinu varlega saman við. Bakið við 110 gráður C í 30-40 mín.
Innihald í krem:
3 dl rjómi, þeyttur
250 gr jarðarber ( 5 stk notuð til skreytingar)
100 gr suðusúkkulaði
10 litlar makkrónukökur
Grand Marnier líkjör eða appelsínuþykkni
Aðferð við krem:
Þeytið rjómann, blandið appelsínuþykkninu eða Grand Marnier líkjörnum saman við. Hakkið jarðarberin, suðusúkkulaðið og makkarónurnar og blandið varlega saman við rjómann með sleikju. Setjið botninn á disk, setjið kremið á hann og leggið marengsinn efst. Skreytið með jarðberjum og bræddu súkkulaði.
Ath:
Tertuna er ekki hægt að geyma í frysti en botnana má geyma. Gott er að láta rjómann standa í 2-3 tíma fyrir framreiðslu.
Flokkur: Kökur, brauð og annað bakað | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.