15.8.2007
Súkkulaðistangir - “Puttakökur”
210 gr smörlíki
320 gr hveiti
2 msk kakó (vel fullar)
210 gr sykur
1 stk egg
2 tsk vanilludropar eða vanillusykur
Skrautið:
1 egg
saxaðar möndlur eða kókósmjöl
Þurrefnum blandað saman og smjörlíkið mulið í , vætt með egginu og vanilludropunum.
Hnoðað. Rúllað í stengur, sem skornar eru 4 cm. langar, díft í egg (sem er búið að píska saman)
og saxaðar möndlur eða kókósmjöl. Bakað við mikinn hita í stuttan tíma því þessar eru fljótar að verða of bakaðar.
Flokkur: Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.