15.8.2007
Gulrótarkaka - einföld útgáfa
Innihald í köku:
2 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk natron
1 tsk kanill
1 tsk vanillusykur
1 tsk bökunarduft
1-2 dl matarolía
3 dl fínt rifnar gulrætur
Aðferð við köku:
Pískaðu saman egg og sykur í ljósa froðu. Blandaðu svo saman restinni, þó síðast gulrætur.
Bökun:
Bakað í smurðu formi í miðjum ofni við 175 gráður C í 40 mínútur
Innihald í glassúr:
50 gr rjómaostur (ég nota alltaf allan pakkann eða 200 gr)
30 gr mjúkt brauðsmjör
2 dl flórsykur (eða eftir smekk)
1 tsk vanillusykur
ATHUGIÐ:
Betra er ef kakan er aðeins byrjuð að kólna áður en kremið er sett ofan á hana.
Flokkur: Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.