13.8.2007
Túnfiskbrauðterta
Hvítt brauðtertubrauð í 3 lögum
200 g majones
100 g sýrður rjómi
5 stk harðsoðin egg
200 g túnfiskur
1 stk laukur
aromat
Skraut:
salat
túnfiskur
egg
Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma og kryddið með aromati. Stappið eggin með gaffli. Látið leka vel af túnfiskinum og saxið laukinn mjög smátt. Blandið öllu saman og setjið á milli laga brauðtertunnar. Smyrjið salatinu einnig á hliðarnar og skreytið síðan með eggjum, salatblöðum og túnfiski
Flokkur: Brauðtertur og heitir brauðréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.