Súkkulaðikrem – nokkrar útgáfur

1. Súkkulaðikrem:
50 gr brætt smjörlíki
150 gr flórsykur
3 msk. kakó
2 msk rjómi
1 eggjahvíta

Öllu hrært út í smjörlíkið, eggjahvítunni síðast.
 
2. Kaffikrem:
175 gr flórsykur
2 tsk vanillusykur eða dropar
4 msk hálfbrætt smjörlíki
4 msk sjóðandi vatn
2 tsk skyndikaffi
 
Kaffið leyst upp í vatninu og allt hrært saman.
 
3. Krem
2 bollar flórsykur 2 msk kakó
1/2 bolli smjörlíki
kaffi(1 msk ca)
1 egg.
KREM
Öllu blandað saman og sett yfir kökuna þegar hún er kólnuð, og síðan er stráð yfir kókosmjöli.
Krem: 1/2-1 pk. flórsykur, 3-4 msk kakó, vanilludropar og heitt kaffi hrært saman.
 
4. Krem
2 1/2 bolli flórsykur
2 msk brætt smjör
1/2 bolli kakó
6 msk kaffi
örlítið salt
 
Öllu hrært saman.
Kremið er sett á kökuna þegar hún er orðin köld. Sumum finnst gott að setja kókosmjöl ofan á, en það fer bara eftir smekk hvers og eins. 
 
5. Krem:
125 g flórsykur
125 g smjörlíki
2 msk kakó
1 egg
1 tsk vanilludropar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband