Kjúklinga Alfredo Pasta með sólþurrkuðum tómötum

Ostafyllt pasta í rjómalagaðri Alfredo sósu með steiktum kjúklingabitum og sólþurrkuðum tómötum

Innihald
Ferskt Buitoni pasta með ostafyllingu
2 kjúklingabringur
Season-All krydd
Handfylli sveppir
1-2 rif hvítlaukur
Smjör
2-3 msk. hveiti
Rjómi
Kjúklingasoð/grænmetissoð (1 grænmetisteningur í soðnu vatni)
1/2 til 1 bolli Parmesan ostur
Sólþurrkaðir tómatar (má sleppa ef vill)
Steinselja/Basil
Salt
Pipar
Aðferð
Skera niður og steikja sveppi og hvítlauk í smjöri. Setja á disk og geyma.
Skera kjúkling í bita (kubba), krydda með Season-All og steikja á pönnu. Geyma með sveppunum.
Sjóða pastað (passa að sjóða ekki of mikið, sjóða frekar aðeins of lítið en of mikið!), slökkva undir, sigta vatnið frá og geyma pastað í pottinum.

Á meðan pastað sýður, er kominn tími til að búa til Alfredo sósuna - bræða 2-3 msk. smjör á pönnu við vægan hita og hræra út í ca. tvær msk hveiti. Blanda út í rjóma, kjúklinga/grænmetissoði og parmesan osti eftir smekk og þykkju (getur stjórnað þykkjunni í sósunni með parmesanostinum).

Þegar sósan er orðin nógu þykk er sveppunum og kjúklingnum bætt út í ásamt sólþurrkuðum tómötum (skera niður tómatana í strimla ef stórir bitar). Krydda með basil/steinselju, salti og pipar (eftir smekk). Setja pastað út í (eða setja allt í pastapottinn) og leyfa pastanu að hitna aðeins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband