Jojo’s special cheesecake – Suðurríkjaostakakan

Ostablandan
900 g rjómaostur
3,6 egg
1,35 bolli sykur
5,4 dl sýrður rjómi við stofuhita
2,7 msk maíssterkja
0,9 msk nýkreistur sítrónusafi
0,9 msk vanillusykur
225 g smjör
Botn
1 kassi Graham crackers kex
½ bolli pekan hnetur, fínt saxaðar (einnig hægt að nota valhnetur eða aðrar hnetur, jafnvel hnetublöndu)
250 g smjör

Nota á 20 cm smelluform en uppskrift fyllingar miðast við 18 cm smelluform.

• Smyrja form m/grænmetisolíu, annarri bragðlítilli olíu eða smjöri
• Blandið hráefninu í borninn saman í skál.  Blandan á að vera rök svo að hún klístrist en ekki þannig að hún sé blaut.
• Þrýstið 2/3 af blöndunni í botninn og hliðarnar á forminu, geymið afganginn til að setja ofan á kökuna
• Í annarri skál er blandað saman rjómaosti og sykri og það hrært þar til blandan er orðin eins og silki. 
• Brjótið eitt egg í einu og hrærið saman við blönduna og hrærið vel á milli. 
• Bætið þá sýrða rjómanum saman við ásamt restinni af þurrefnunum og blandið öllu vel saman
• Bætið þá sítrónusafanum og smjörinu saman við og hrærið vel
• Blandan ætti að vera mjög mjúk og falleg
• Þeytið nú létt blönduna í ca 5 mín með þeytara, en ef notuð er hrærivél skal aðeins hrært í eina mínútu
• Hellið blöndunni í formið og dreifið restinni af blöndunni í botninn yfir
• Setjið kökuformið á bökunarpappír í óhitaðan ofn og bakið við 160 gráður á C
• Bakið í ca 1 ½ klst eða þar til toppurinn á kökunni byrjar að brotna. 
• Slökkvið þá á ofninum og opnið hann örlítið
• Látið kökuna sitja í ofninum þar til hún er næstum orðin köld, ca 2 tíma
• Takið þá kökuna úr ofninum og kælið í forminu í ísskáp yfir nótt
• Næsta dag er hún tekin úr ísskápnum og svo úr forminu rétt áður en hún er borin fram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband