22.5.2010
Döðlukonfekt
360 g döðlur
240 g smjör
120 g púðursykur
Döðlur eru saxaðar með hníf og settar í pott ásamt smjöri og púðursykri. Brætt saman og hrært með sleif.
3 bollar rice crispies bætt út í pottinn og hrært saman.
Allt sett í form sem verður að vera klætt eða bara álform. Eitthvað sem auðvelt með að losa af konfektinu því það er verulega klístrað eins og gefur að skilja. Blöndunni þjappað og hún kæld.
300 g suðusúkkulaði venjulegt brætt í vatnsbaði og hellt yfir. Sett í ísskáp og látið storkna. Skorið í litla 2,5 cm * 2,5 cm teninga. Gott er að taka konfektið úr ísskápnum nokkru áður en það er borðað svo súkkulaðið jafni sig aðeins.
Flokkur: Aðrar uppskriftir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.