31.1.2010
Hráfæðiskaka
Botn:
2 bollar möndlur
2 bollar döðlur
Leggja döðlurnar í bleyti í 20 mín. Hakka möndlurnar í matvinnsluvél eða blender. Möndlur og döðlur eru hakkaðar í matvinnsluvél og sett í form sem hefur verið klætt með bökunarpappír og botninn þá kældur.
Krem:
2 bananar
1 lítið avókadó eða 1/2 stórt
5 msk kókosolía (brædd undir heitu vatni)
5 msk hreint kakó
5 msk agave síróp
Allt nema kókosolían sett í matvinnsluvél og unnið vel saman og að síðustu er kókosolíunni hellt í blönduna á meðan matvinnsluvélin er í gangi. Krem er smurt ofan á botn og kælt. Gott er að rista kókosflögur og setja ofan á kökuna áður en hún er kæld.
Kökur, brauð og annað bakað | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010
Hjónabandssæla
250 g smjörlíki
200 g sykur
280 g hveiti
150 g haframjöl
1 tsk natron
1 egg
Rabarbarasulta
Passar vel í tvö 24 cm form og bakað í ca 20 mín v/200 gráður
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)