Marsipaneplakaka

Botn:
200 g hveiti
150g smjör
1 stk eggjarauða
1 msk vatn 

Fylling:
3-4 græn epli (fer allt eftir stærð þeirra og jafnvel færri ef þarf)
200 g hrámarsipan
250 g sykur
1 dl matreiðslurjómi
2-3 msk kanilsykur 

Vinnið hráefnið í botninn rólega saman með káinu, kælið deigið 15 mín.  Fletjið deigið út í eldfast mót upp á kantana, setjið smjörpappír í og fyllið af hrísgrjónum.  Bakið við 180 gráður í 10 mínútur.  Fjarlægið grjónin og bakið í 10 mín.  Skrælið eplin og kjarnhreinsið, skerið niður og dreifið vel yfir botninn.  Vinnið saman marsipan og sykur og blandið matreiðslurjómanum saman við.  Vinnið þar til kekkjalaust.  Stráið kanilsykri yfir eplin og setjið marsipan yfir, setjið svo aftur kanilsykur yfir.  Bakið í 180 gráður í 40-45 mín.  Berið kökuna volga fram með vanilluís eða rjóma. 


Súkkulaðipæ með marengs

Botn:
225 g digestivekex m/dökku súkkulaði
4 msk bráðið smjör

Fylling:
3 eggjarauður
4 msk sykur
4 msk maizenamjöl
6 dl mjólk
100 dökkt bráðið súkkulaði

Marengs:
3 eggjahvítur
150 g sykur
1/2 tsk vanillusykur

Kexið er sett í blender og hakkað í tætlur.  Því næst er smjöri blandað við það og þessari blöndu komið fyrir í pæforminu og þrýst upp við kantana.  Ágætt að miða við að pæformið sé 23 cm í þvermál.

Fylllingin er gerð þannig að eggjarauðurnar, sykur og maizenamjöli er hrært saman þar til það myndar létt mauk og ef nauðsynlegt reynist þá er ágætt að nota örlítið af mjólkinni til að fá blönduna til að verða betri.  Annars er afgangnum af mjólkinni hellt í pott og hún hituð rólega upp þar til sýður næstum á henni.  Því næst er mjólkinni hellt hægt í eggjablönduna á meðan hrært er í henni.  Eggjamjólkurblöndunni er síðan hellt í pottinn aftur og blandan hituð rólega upp þar til hún verður þykkari.  Brædda súkkulaðinu er að síðustu hrært í og þessu hellt yfir botninn.

Marengsinn er þeyttur á nokkuð hefðbundinn hátt.  Byrjað á því að þeyta eggjahvítur þar til stífar og 2/3 af sykrinum svo hellt smám saman í og þeytt áfram þar til blandan er stíf marengsblanda.  Afganginum af sykrinum og vanillusykri er svo blandað við marengsblönduna. 

Marengsnum er dreift yfir fyllinguna þannig að hann myndi lok yfir pæið og hann mótaður að vild.  Þetta er bakað við 160 gráður í miðjum ofni í 30 mín eða þar til marengsinn er gylltur.  Best er að bera þetta fram heitt eða volgt með vanilluís. 


Bloggfærslur 10. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband