22.1.2009
Brún rúlla
3 egg
105 g sykur
60 g hveiti
1,5 msk kartöflumjöl
2 tsk kakó
1/2 tsk matarsódi
Smjörkrem:
150 g smjör
100 g smjörlíki
230 g flórsykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
Aðferð: Þeyta egg og sykur mjög vel saman - ca 10 mín. Sigta þurrefni út í og blanda varlega saman með sleikju. Smyrjið þesssu út á plötu og bakið við 230 gráður í 6-7 mín
Krem: blandið öllu hráefninu saman og vinnið miðlungi hratt saman í ca 12-15 mín en minna eftir því sem smjörið er mjúkt. Smyrjið á kaldan botninn og rúllið upp. Hægt er að gera ýmis afbrigði af kreminu með því að bæta út í það bræddu súkkulaði eða nota e-a dropa.
22.1.2009
Marengs og kransabotnaterta
Marengs:
2 eggjahvítur
110 g sykur
Marengsinn er smurður út á plötu ca 26 cm og bakaður við 160 gráður í 35-40 mín
Kransabotn:
250 g marsipan - t.d. ren raa
250 g sykur
3 eggjahvítur
140 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl
Kransabotninn: Marsipanið og sykurinn er unnið vel og rólega saman. Eggjahvítum er blandað saman við einni í einu. Unnið rólega saman þar til allir kekkir eru horfnir. Þá má blanda kókosmjöli og súkkulaðibitum saman við. Unnið rólega saman. Sett á smjörpappír og flatt út í hring í ca 26 cm eða aðeins minna. Bakað við 200 gráður í 10-13 mín eða þar til hann er ljósbrúnn.
Á milli:
heil dós af jarðarberjum
3 dl rjómi
Gott er að láta leka vel af jarðarberjunum áður en þau eru sett á kransabotninn. Þeyttur rjómi er svo settur yfir og að síðustu marengsbotn. Þetta er fínt að láta standa í ca 3 tíma áður en tertan er borin fram.
22.1.2009
Marengsterta m/súkkulaði og kókos
Botnar:
4 stk eggjahvítur
200 g sykur
100 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl
Á milli botna:
peli af rjóma
1/2 dós niðursoðin jarðarber
50 g fínt saxað suðusúkkulaði
2 msk flórsykur
og fersk jarðarber til skrauts
Þeyta eggjahvítur og sykur vel saman. Blanda varlega úr í söxuðu súkkulaði og kókosmjöli með sleikju. Bakað við 160 gráður sem tveir botnar á plötu í ca 40-45 mín. Á milli botnanna fer svo þeyttur rjómi, sigtaður flórsykur sem blandað er við ásamt söxuðu súkkulaði og stöppuðum jarðarberjum. Kæla í nokkra klukkutíma en tertan er best daginn eftir.