Klassískt entrecote bordelaise

2 (300  g)  entrecote steikur
100 g smjör
2 skalottulaukar, saxaðir fínt (ég hef notað rauðlauk og skorið hann í mjóa strimla)
100 ml rauðvín
200 ml demi-glace eða 200 ml nautakjötssoð
2 msk hökkuð steinselja (hef sleppt og það gerir minna til heldur en maður heldur)
Salt
Svartur pipar

Snöggsteiktu steikurnar:

 

Kryddaðu steikurnar með salti og pipar á báðum hliðum.  Hitaðu pönnuna í botn og settu helming smjörsins á hana.  Settu steikurnar á pönnuna og brúnaðu á báðum hliðum - ca 2-3 mín á hverri hlið til að loka kjötinu og leyfðu svo kjötinu að eldast skv smekk þínum eða hentu þeim smástund inn í ofn með kjöthitamæli. Þegar steikur eru tilbúnar þá eru þær látnar bíða. 

 

Eldaðu laukinn:

 

Í sömu pönnu eldaðu þá laukinn.  Laukurinn á að verða mjúkur og rétt að byrja að brúnast. 

 

Fjarlægðu smjör af pönnunni. 

 

Þegar laukurinn er tilbúinn bættu þá rauðvíni á pönnunni og hrærðu vel í. 

 

Bættu núna við nautakjötssoðinu og hrærðu þar til allt hefur náð að blandast vel saman, leyfðu þessu að malla í 5 mín eða þar til "redúserað" eða soðið niður ... uppgufun hefur átt sér stað. 

 

Skerðu smjörið sem eftir er í hæfilega litla ferninga og bættu þeim í sósuna, einum í einu og hrærðu á milli.  Þá blandast smjörið vel í blönduna sem fyrir er og þetta gefur sósunni fallega áferð og rétt bragð í lokin.

 

Raðaðu á diska:

 

Skerðu kjötið þvert í þykkar sneiðar og raðaðu á diska. 

Bættu smávegis hakkaðri steinselju við sósuna og helltu þá smávegis af sósunni yfir hverja steik. 

 

Afgangur sósunnar ætti að bera á borð í sósuskál. 

 

Ágætt er að bera þennan rétt fram með snöggsteiktum litlum kartöflum, ofnbökuðu rótargrænmeti og strengjabaunum svo dæmi séu tekin. 


Hrebbnukjulli

salsasósa
rjómaostur
kjúklingabringur
rifinn ostur ofan á
 

Kjúklingabringur forsteiktar annað hvort helmingaðar til að stytta tíma eða heilar eins og þær koma úr pakkanum.  Salsasósu hellt í form, rjómaostklípur eftir smekk þar í og svo kjúklingnum dreift þar yfir.  Þetta er svo þakið osti og bakað við ca 180 gráður í ca 15 mín eða þar til tilbúið.  Best er að bera þetta fram með salati og mylja nokkrar nachos flögur yfir eftir smekk. 


Satay kjúklingur - quick and dirty version

Þessi hentar bæði þegar maður er að flýta sér og einnig til að nota sem smárétt í veisluna.

Kjúklingalundir, kryddaðar með einhverju kjúklingakryddi eða hlutlausu kryddi og léttsteiktar á pönnu, bara rétt að loka þeim.
Blanda saman satay sósu og smooth hnetusmjöri og því smurt á báðar hliðar lundanna sem lagðar eru í ofnfast fat eða ofnskúffu. 
Sesamfræjum stráð yfir aðra hliðina og þessu skellt inn í ofn við ca 180 gráður í u.þ.b. 20 mín eða þar til tilbúið.

Ef nota á þetta sem smárétti í veislu er tilvalið að setja kjúklingalundirnar á spjót og festa í fallegan ananas og þá er þetta orðin fín borðskreyting. 


Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband