Kókosbollur

2 dl vatn
5 dl sykur
8 blöð matarlím
1 dl sjóðandi vatn (til að leysa upp matarlímið í)
2 tsk vanilludropar

súkkulaði til að hjúpa með
plöntufeiti (ef þarf til að þynna súkkulaðið)
kókosmjöl til að velta bollunum uppúr

Vatn og sykur soðið saman í 12 mín, síðan kælt.
Matarlímið lagt í bleyti í sjóðandi vatnið.
Blandað saman við sykur upplausnina ásamt vanillu og þeytt mjög vel eða þar til nokkurn veginn stíft.
Látið á smjörpappír með 2 skeiðum og látið storkna í ca. 1/2 klst í kæliskáp.
Hjúpað með súkkulaði og velt uppúr kókosmjöli

Kókosbollueftirréttur

Jarðaber
Bláber
Bananar
   og ýmsir aðrir ávextir eftir því sem til er (þó ekki sítrusávextir)
Kókosbollur 1-2 pakkar
Súkkulaði, saxað
Þeyttur rjómi eða ís

Ávextirnir eru skornir niður í bita og lagðir í ofnfast fat.  Þar ofan á er dreift söxuðu súkkulaði eftir smekk.  Kókosbollur skornar í tvennt og skurðarsárið látið snúa upp þegar þeim er raðað ofan á ávextina.  Þetta er svo bakað við 150 gráður í 5-10 mín eða þar til kókosbollurnar byrja að dökkna örlítið. 

 Borið fram með þeyttum rjóma eða ís


Bloggfærslur 18. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband