Naan

2/3 bolli heitt vatn
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
2 bollar (300 g) hveiti
1 tsk salt
4 msk brætt ghee (eða olía)
2 msk jógúrt
2 tsk kalonji (svört laukfræ)

1.  Pískaðu saman vatn, ger og sykur í lítilli skál þar til ger er uppleyst í vatninu.  Hyldu og leyfðu að standa á heitum stað í 10 mín
2.  Sigtaðu hveiti og salt í stóra skál og bættu við gerblöndunni, helmingnum af ghee-inu og öllu því jógúrti sem á að fara í uppskriftina.  Hnoðaðu saman á plötu í ca 5 mín eða þar til deig er orðið mjúkt og einsleitt.
3.  Leyfið deigi að hefast í stórri smurðri lokaðri skál í 1 og 1/2 tíma á heitum stað eða þar til deig hefur tvöfaldast. 
4.  Hnoðaðu deigið aftur á góðu undirlagi í 5 mín og skiptu því upp í 6 jafnstóra hluta.  Flettu þeim hverjum fyrir sig út þannig að þeir myndi flatköku sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál.
5.  Bökunargrind hulin álpappír og smurt fitu á.  Hvert naan brauð bakað eitt í einu á því undir mjög heitu grilli í ca 2 mín á hverri hlið eða þar til það hefur lyft sér upp og brúnast eilítið.  Þá er brauðið tekið og burstað með afgangnum af fitunni og laukfræjum dreift yfir og grillað áfram í ca 30 sek. 


N-Indverskt Bhaji m/blómkáli, baunum og kartöflum

Hentar f 4-6 (eða sem meðlæti með öðrum indverskum mat)

2 msk ghee (eða olía)
1 stór saxaður laukur ca 200 g
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
1 msk sætt paprikuduft
2 tsk garam masala
2 tsk mulið cumin
6 kardamommuhylki, skerið í þau
4 negulnaglar
8 karrýlauf
1/3 bolli rifinn kókos (30 g)
1/2 bolli vatn (125 ml)
400 ml kókosmjólk
2 tsk salt
800 g (4-5 stk) kartöflur, óskrældar og skornar í báta
1 lítið blómkál (ca 1 kg), skorið í álíka bita og kartöflurnar
1 bolli (125 ml) grænar frosnar baunir

1.  Hita feiti í potti, elda lauk og hvítlauk þar til léttbrúnaður.
2.  Öllu kryddi bætt út í og hrært þar til lyktin er orðin lokkandi.  Bættu þá karrýlaufum, kókosi, vatni, kókosmjólk, salti og kartöflum - þessu leyft að malla undir loki í 15 mín eða þar til kartöflur eru orðnar mýkri.
3.  Blómkál sett í pottinn, leyft að malla áfram án loks í ca 10 mín eða þangað til blómkálið er orðið mýkra.  Baunum bætt úti í og mallað allt saman þar til baunir hafa náð að hitna vel í gegn. 

 


Bloggfærslur 6. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband