Butter Chicken - Smjörkjúklingur

Fyrir 4-6
Undirbúningstími: sólarhringur

1 kg kjúklingabringur
2 tsk garam masala
2 tsk mulið kóríander
3/4 tsk chilli duft
2 tsk rifin engiferrót
3 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 msk hvítvínsedik
1/4 bolli eða 60 ml tómat paste
1/2 bolli eða 125 ml jógúrt
80 gr smjör (sbr heiti rétts)
1 stór fínt saxaður laukur eða ca 200 g
1 lítil kanilstöng
4 kardamommuhylki (skera gat á þau)
1 tsk salt
3 tsk sætt paprikuduft
425 g tómat puree
3/4 bolli kjúklingasoð
1 bolli (250 ml) rjómi

1.  Skerðu kjúklingabringur í 3 hluta hverja.
2.  Blandaðu saman muldum kryddjurtum (garam masala, kóríanderduft, chilli duft), engifer, hvítlauk, hvítvínsediki, tómat paste og jógúrt í góða skál.  Settu kjúklingabitana út í blönduna og hrærðu þannig að kjúklingurinn sé vel hulinn.  Lokaðu ílátinu og kældu yfir nótt eða frá morgni fram að kveldi þegar elda skal réttinn.  Ég geri þetta yfirleitt bara sólarhring áður en ég elda kjúklinginn. 
3.  Hitaðu smjörið í góðum potti, bættu við lauk, kanilstöng og kardamommuhylkjum.  Hita þar til laukur er byrjaður að brúnast örlítið.  Bættu kjúklingnum út í og hrærðu í þessu í ca 5 mín. 
4.  Bættu við salti, paprikudufti, tómat puree-inu og soði og leyfðu þessu að malla óhuldu í 10 mínútur en mundu að hræra við og við í þessu. 
5.  Að síðustu fer rjóminn í blönduna og öllu leyft að malla í aðrar 10 mín eða þangað til kjúklingur er orðinn meyr. 

Ekki er við hæfi að frysta þennan rétt en ég hef aldrei átt afgang eftir af þessum rétti sama hversu mikið ég hef búið til af honum Happy


Rautt kjúklingakarrý

Dugar fyrir 4-6

2 msk ghee (olía)
2 millistórir skornir laukar eða ca 300 g (skornir niður í hringi ekki saxaðir)
1 millistór söxuð paprika eða ca 200 g
4 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin engiferrót
2 tsk mulið cumin
2 tsk mulinn kóríander
2 tsk paprikukrydd (sætt)
1 tsk sterkt chilli duft
1 msk tómat paste
425 g dós af tómötum
1 kg kjúklingalæri
2 bollar kjúklingasoð
1/4 bolli rjómi
1 msk tamarind concentrate
rauður matarlitur ef vill

1. Hita olíu í stórum potti, bæta við lauk, hvítlauk, papriku, engifer og muldum kryddtegundum; eldað og hrært í því þar til laukhringir hafa brúnast örlítið.   
2.  Bæta tómatpasti, tómötum úr dós, kjúkling og soði og leyfið þessu að malla undir loki í ca 20 mín eða þar til kjúklingur er fulleldaður.
3.  Bæta við rjómanum, tamarindinu (og matarlit ef maður vill). Þessu leyft að malla aðeins saman óhulið í u.þ.b. 15 mín eða þar til blandan hefur þykknað hæfilega.

Tilvalið að búa til degi áður en borið er fram en ekki gott til að frysta. 


Dry Chicken Curry

Þetta er sterkur réttur fyrir ca 6 manns eða 3 gráðuga - fer eftir magamáli og kryddþoli

2 msk ghee (nota nú bara olíu)
2 millistórir saxaðir laukar eða ca 300 gr
6 karrýlauf, rifin
1 tsk cumin fræ (ekki kúmen þó en ég veit ekki hvað þetta skilgreinist sem á íslensku)
1 tsk svört sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin fersk engiferrót
1 tsk garam masala
1 tsk mulið turmeric
1/2 tsk chilli duft
1 tsk fínt salt
1 kg af kjúklingalæri (ég nota oftast kjúklingabringu)
1/2 bolli vatn
1 msk söxuð fersk kóríanderlauf

1.  Hitið ghee/feiti í stórum potti, eldið lauk þar til hann er byrjaður að brúnast dulítið.
2.  Bætið við laufum (þó aldrei ferskum kryddjurtum svona snemma), fræjum, hvítlauk, engifer, muldum kryddtegundum og salti, hrærið og leyfið að hitna þar til lyktin hefur heltekið nasirnar. 
3.  Kjúklingur settur í pottinn og hrært þar til kryddblandan umlykur hann. 
4.  Vatni hellt ofan á og leyft að malla undir loki í u.þ.b. 30 mín.  Sjóðið óhulið áfram í u.þ.b. 15 mín eða þar til mestur vökvinn er horfinn. 
5.  Hrærið í ferskum kryddjurtum rétt áður en borið er fram

Fínn réttur til að búa til deginum áður og vel hægt að frysta líka skammta til að eiga eða fara með í vinnuna.

 


Bloggfærslur 5. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband