Pizza

650 g hveiti
400 ml vatn
3 - 3,5 msk góð olía
1 tsk salt
1,5 pakki ger

Hnoðað þar til einsleitt, skipt í fjórar bollur og látið hefast í ca hálftíma. 

Pizzusósan er yfirleitt 50/50 af Hunt's seasoned tomato pizza sauce og af Hunt's tomatoes sauce

Bakað eins heitt og ofninn kemst í nógu langan tíma
pizza

Mexíkósk fylling/álegg:
Skipta helming af pizzusósu út og setja salsa sósu,
rifinn kjúklingabringa,
rautt ferskt chili,
rjómaostur,
maísbaunir,
Tabasco slettur ef maður þolir,
grófmuldar nacho flögur.

Ítölsk fylling/álegg:
smávegis venjulegur rifinn ostur,
ferskur parmesan ostur, rifinn eða skorinn í sneiðar ,
smávegis af rjómaosti,
Prosciutto crudo (ítölsk hráskinka) í grófum ræmum,
furuhnetur,
Rucola salati dreift yfir þegar pizzan er nýkomin út úr ofninum.

Kjötveislan
venjulegur rifinn ostur,
pepperoni,
kjötbollur,
rjómaostur.


Kjúklingur með skinku og osti

Þetta er einungis svona hálfdrættingur af uppskrift en hún breytist í hvert sinn sem ég bý þetta til eftir því hvaða hráefni eru til staðar. 

Steikja skinkusneiðar og hafa cheddarostsneiðar tilbúnar sem geta þakið skinkusneiðarnar.  Jafnmargar skinkusneiðar þarf og kjúklingabringur.  Nú eru kjúklingabringur eftir þörfum steiktar hægt og rólegar, byrjað á því að "loka" þeim og svo er smám saman hellt rjóma með og hann látinn malla í sósu og kjúklingabringurnar soðnar í rjómanum.  Fínt að hafa smátt skorinn rauðlauk í rjómanum og leyfa honum að malla með en að síðustu eru svitsuðum sveppum og rauðri papriku dembt í.  Gott er að krydda kjúklingabringurnar sem alls konar söltu kryddi eftir smekk því rauðlaukurinn gerir rjómasósuna vel sæta.  Þegar kjúklingabringurnar hafa fengið að malla í rjóma og hann soðnað niður í sósu er skinka og ostur sett ofan á hverja bringu og látið liggja á þar til osturinn hefur bráðnað og þá er rétturinn tilbúinn. 

Gott er að baka kartöflubáta við 200 með þessu.  Kartöflur skornar í 6-8 báta eftir stærð og bakað í ca 40 mín en það er ofboðslega mismunandi hvað þær þurfa langan tíma inni í ofninum þannig að um að gera að hafa tímann fyrir sér í því. 


Bloggfærslur 17. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband